föstudagur, nóvember 02, 2007

Bæn fyrir Gillí

Hún Gillí vinkona okkar liggur nú á líknardeild LSH, því langar mig að setja inn bæn fyrir hana, fyrir valinu varð bæn fyrir sjúka sem finnst í sálmabókinni.

"Drottinn minn Jesús Kristur. Þú hefur sagt: Komið til mín allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og ég mun veita yður hvíld. Nú á ég erfitt og hef byrði að bera, sem þú þekkir betur en nokkur annar. Því kem ég til þín. Oft gleymdi ég þér, þegar allt gekk vel. Gleym þú gleymsku minni. Þú hefur sjálfur liðið og ert kunnugur þjáningum. Þú barst þinn kross, af því að þú vildir taka veikindi vor og bera sjúkdóma vora. Þú elskaðir mig, sekan mann, og gekkst í dauðann fyrir mig. Elska þín er eilíf og getur aldrei brugðizt. Því treysti ég heiti þínu, að þú veitir mér hvíld. Ég bið þig um bata, en segi eins og þú: Verði þinn vilji, faðir í himnunum. Lát mig aðeins finna höndina þína, hvað sem annars mætir mér. Lát mig muna höndina þína og treysta henni, þótt ég finni hana ekki. Veit mér traust hjartans, þolinmæði, rósemi, þann frið þinn, sem er æðri öllum skilningi. Ver þú mín hjálp og hreysti og líf. Bænheyr mig, Drottinn minn og frelsari. Amen."

Elsku Gillí mín og fjölskylda, okkar innilegustu baráttukveðjur.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég bið fyria hana, ég ekki þig ekki mikið elsku Gillí enn veit þó að þú ert frábær, og það veit fyrir Helga og Addýjar hönd, megi Guð, sál hans og englarnir okkar vera með þér.

Með baráttukveðju Halla Rós

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með kallinn þinn:) Og hafið það gott í London