laugardagur, nóvember 17, 2007

Hvað er málið?

Ég veit ekki hvort ég nái honum Helga mínum nokkurn tímann aftur heim til Íslands ef maður þarf að hafa 680.000 í mánaðarlaun til þess eins að geta greitt af húsnæði og bíl. Ég efast stórlega um að ég verði hálaunamanneskja hjá íslenska ríkinu. Svo það er spurning að sjá hvað setur hér í Danaveldi áður en farið verður að huga að heimferð, enda ekki á dagskrá næstu árin. Mér finnst þessi hækkun á húsnæðisverði heima sem og vöxtum húsnæðislánanna til skammar. Þörf fyrir húsnæði er ein okkar helstu þarfa. Svo það ætti í raun að vera þak á húsnæðisverði, þar sem ríkið tekur í taumana til að sjá til þess að allir hafi kost og möguleika á því að kaupa sér húsnæði, því ekki er verðið á leigumarkaðnum á klakanum mikið skárra. Í fréttinni er í jú einungis rætt um Reykjavík, en ég geri ráð fyrir því að það sama eigi við um nágrannabæjarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Það er spurning hvort maður endi á Flateyri eða í öðru smáþorpi á Vestfjörðum ef hugurinn leitar heim og maður vill getað leyft sér almennilegan vinnutíma og góða sunnudagssteik öðru hverju.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta eru meðaltalslaun hjóna - Addý mín. Þú meikar þetta alveg hjá ríkinu - hvaða, hvaða? Það stendur heldur ekki hvort þetta séu laun fyrir skatta eða eftir. Mér finnst þetta mjög svo villandu upplýsingar. Svona, svona Addý mín! þú átt eftir að meika það. Hugsaðu bara um svalt sumar og langan, myrkan rigningarvetur og þú hefur þetta af ... hehe!!

Kveðja, Milla.

Addý Guðjóns sagði...

Já, ég gleymdi alveg að taka það fram að þetta væru samanlögð laun hjóna, fyrir skatt (minnir mig). Ég efast þó enn um að við Helgi náum svo hátt einhvern tímann ;) En hver veit...?

Nafnlaus sagði...

Ég veit þetta er bara rugl.....
kv
Hronn