þriðjudagur, nóvember 13, 2007

London

Þá er seinteknum hveitibrauðsdögum okkar hjóna lokið. London var rosa fín, en slær þó ekki Berlín út. Tíminn fór mikið í ráp, á milli túristastaða og búða, frábært alveg! Ég hafði þó hemil á mér í innkaupapokauppfyllingum, enda eiginmaðurinn mér til halds og trausts. Hótelherbergið olli svolitlum vonbrigðum þar sem það var líkara káetu en hótelherbergi, þar sem plássið var af skornum skammti. Baðherbergið var minna en það í Goðatúninu, og við sem héldum að það væri ekki hægt! Óléttuskapið lét til sín segjast og kerla snappaði smá, en bara smá. Hélt þó andliti og lét vonbrigðin með herbergið ekki skemma ferðina, enda laglegur ferðalangur með í för ;) Við skelltum okkur á Mamma mia sjóvið a´la ABBA-meðlimirnir Benny og Björn. Hreint út sagt frábær sýning! Meiriháttar alveg. Reyndar fór skapið versnandi hjá kerlu eftir að inn í leikhúsið var komið og við gerðum okkur grein fyrir því að við sátum á bekk 2 og það beint fyrir aftan hljómsveitarstjórann. Addý ákvað því að skjótast fram til sætaskiparanna og athuga hvort mögulegt væri á sætaskiptum, en því miður var uppbókað. Það varð þó ekkert því miður þegar sýningin hófst því ég tók aldrei eftir þessum gaur þarna fyrir framan mig sem baðaði út höndum til að halda hljómsveitarmönnunum við efnið. Neibb, til þess var sýningin alltof áhugaverð. Mæli eindregið með henni ef leiðin liggur um London!
Túristafílingurinn náði hámarki í rútuferð um borgina, fyrir utan Buckingham Palace og Tower of London, inni í Westminister Abbey og hátt yfir borginni í London eye. Geggjað. Maturinn á Aberdeen Angus Steakhouse var líka rosa góður, nautafillet með tilheyrandi. Ummm... Ókryddaði sósulausi hamborgarinn á Planet Hollywood var hins vegar ekkert til að hrópa húrra fyrir, en við fáum aldrei leið á Starbucks Café! Ummm... KFC heimsóttum við líka, ásamt Disney store, Marks og Spencer og fleiri sniðugum búðum. Í Debenhams afgreiddi okkur stúlka sem kunni örfá orð í dönsku og skildi því dönskublönduðu enskuna mína, sem betur fer!
Myndir koma seinna inn á síðuna hjá krökkunum. Myndavélin dó efst í London Eye!

Þar til næst...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ákvað að skilja eftir sönnun fyrir því að ég kom hérna við ! og í leiðinni þakka kærlega fyrir mig í ammælinu mínu um daginn ;) og einnig í lokin óska Helga til hamingju með sitt afmælið :)
Kveðjur úr Skt. klemens
Margret