fimmtudagur, desember 20, 2007

Jólafrí, í bili í það minnsta

Ég missti fimm kíló í dag... af hári! Lokkarnir fengu að fjúka hér úti á hárgreiðslustofunni Afrodita. Svo ég er komin með axlarsítt hár og þvertopp og þennan líka fína lit á hárið. Eftir góða meðferð klipparans hélt ég áleiðis á pósthúsið þar sem ég skilaði jólakortunum af mér. Svo þau eru seint á ferðinni þetta árið. Vonandi skemmir það ekki jólahaldið hjá neinum ;)
Ég fékk svo að vita í dag að ég fæ ekki BA-ritgerðina mína metna. Svo skúffelsið er nokkuð. Þess utan kom það svo í ljós að hið svokallaða BA-starfsnám á að fara fram í vikum 14, 15, 16 og 17. Á þessu tímabili á ég einmitt að eiga. Svo eitthvað ætlar það að ganga klúðurslega að klára BA-prófið núna í vor. Hvað gerist leiðir tíminn í ljós.

Núna ætla ég hins vegar að einbeita mér að jólunum og kósýheitum með fjölskyldunni, þar sem búið er að skila ritgerðinni og næsta próf er ekki fyrr en 3. janúar.

Þar til næst...

3 ummæli:

Ágúst Þór sagði...

Sæl Addý og co..

Gleðileg Jól og árið og allt það.

Hafið það gott yfir hátíðirnar.

Kveðja frá hinumeginn við hraðbrautina

Gústi, Þóra og Viktor Daði
Skt. Klemens

Nafnlaus sagði...

Hæ mús..
hlakka til að sjá þig í feb..
knús
Hronnslan

Heiðagella sagði...

Gleðilegt árið esskan og takk fyrir allar frábæru stundirnar á liðnu ári. Þú ert yndi:o)

Knuz Heiðagella