föstudagur, janúar 25, 2008

Smá útdráttur

Þá er fyrsta vikan á klakanum að líða undir lok. Við erum búin að vera í góðu yfirlæti hérna í Katrínarlindinni síðustu daga, enda förum við varla út úr húsi eftir að ég er komin heim á daginn ;) Stefnan er þó sett á Kringluna síðar í dag að margumbeðinni ósk dótturinnar. Ekki veit ég hvaðan hún hefur þennan búðaráhuga!

Við kíktum þó í barnaafmæli hjá Rakel Sif, dóttur Höllu og Steingríms. Skvísan varð fimm ára og hélt þessa fínu afmælisveislu á sunnudaginn, maður slær aldrei hendinni á móti kökum! Lítið hefur annars verið um heimsóknir. Við erum búin að kíkja á Gumma, Sollu og Karítas Björgu, Ingu Birnu og Svein Elí, Berglindi og Anítu Björk og Addý ömmu. Daman varð alveg himinlifandi yfir því að komast til ömmu löngu, sem alltaf hefur góðgæti á boðstólnum og á fullt af bleikum og gylltum húsgögnum! Það gerist varla betra þegar maður er alveg að verða sex!

Krakkarnir eru búnir að vera alveg kolvitlausir eftir að við komum hingað, en eru að róast til muna. Snjórinn er geggjað spennandi og Bergur og Andrea líka. Hérna er sko nóg af fólki til að atast í litlum ungum. Ekki skemmir það heldur fyrir að það er sjónvarp í hverju herbergi ;)

Starfsnámið gengur vel og fólkið á Grensás er yndislegt.

Þar hafið þið það.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ elskurnar mínar ;)

Gangi þér vel á Grensás elsku Addý mín.
Knúsaðu alla frá mér
Hlaka til að sjá ykkur þegar þið komið aftur út ;)

MVH úr Seden Syd

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ gott að heyra að allt gegngur vel hjá ykkur, hlakka til að fá þig til baka a.
knús og kram frá Hojby

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ
Vonandi hafið þið það gott í góða verðinu á Íslandi!!!JAKK
OG til hamingju með óléttuna (betra sein enn aldrei hehe)
Vildi bara kvitta fyrir innlitið

kv úr kóp

Heiðagella sagði...

góða ferð heim esskurnar, vona að ég nái að sjá smettið áður en ég legg af stað..
kys heiðagella