miðvikudagur, júlí 23, 2008

Paris Hilton is on the way

Þá er komið að því, Paris "vinkona mín" Hilton ætlar að kíkja hingað til mín í ágúst. Mikið hlakka ég til! Ég verð sú fyrsta til að mæta í Magasin til að berja fljóðið augum. Ég stilli að sjálfsögðu Bríeti Huld fremst og bendi galvösk á lokkaprúðu dömuna og segi að svona vilji ég endilega að hún verði þegar verður stór, athyglissjúk dekurdós sem fær borgað fyrir að sýna sig, eins og api í búri. Nema apinn velur það ekki sjálfur að vera til sýnis, hann fæddist bara undir rangri stjörnu eins og svo margir aðrir. Þar sem ég er svo forvitin en samt svo fáfróð vil ég endilega fá að vita hvað þessi dama, sem trúlega er getin í borg rómantíkurinnar sé eitthvað að marka nafn hennar, hafi gert merkilegt á lífsleið sinni. Er það eitthvað annað og mikilvægara en að djamma nærbuxnalaus, framleiða heimatilbúið myndband fyrir fullorðna, taka þátt í niðurlægingu á almúganum með Nicole Richie í "heimildarþáttaröðinni" Simple life (mig minnir að þættirnir hafi heitið þetta) og fleira í þessum dúr? Ég væri glöð, fyrir hennar hönd, ef eitthvað hefði stúlkan gert sér til framdráttar til að verðskulda alla þessa athygli sem hún fær um víða veröld.

Að öðru, ég gerði geðveikislegar góðar kjötbollur með sætri chili sósu í gær. Prófaði í fyrradag að gera svona ostamakkarónur, þær voru ekki alveg að gera sig, ég hef smakkað margt betra. Því er staðan í tilraunaeldhúsinu eitt-eitt.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já segðu:
en er ekki bara málið að vera blóðborin amríkani, þá er allt hægt. Verða frægur með því að dingla með frægum bara eins og hann Fjölnir okkar. En ég efa að Bríet mín sjái hana í búri, henni gæti bara fundist hún mega flott:) En ég vissi ekki hvert þú værir að fara í skriftunum en svo kom hin eina sanna Addý með sinn skemmtilega og lúmskulega húmor
GÓÐUR Addý:
"Paris Hilton is on the way"
er eitt það semmtilegasta sem ég hef lesið undanfarið
..hahahahahaha
kv. mjósan

Nafnlaus sagði...

sælar.
Hún átti kannski ekki fyrir nærbuxum á þeim tíma sem hún var nærbuxnalaus, ef nærföt frágafólk. kostar allt að og yfir eina milljón dala :-0
Jæja kannski að ég mæti einhverntíman í kjótbollur hjá ykkur fyrst þær heppn. svona vel. :-)
kveðja frá Esbjerg.