Ég hef verið numin á brott af Leti í formi lítilla grænna karla, sem sveipuðu mig böndum, drógu mig út og tróðu mér í bleikan Austin Mini, fluttu mig svo til fjarlægar eyju sem heitir Letingjaland og getið er um í bókunum um Gosa. Lætin og hamagangurinn í gæjunum litlu voru svo mikil að úr varð fellibylur sem henti dóti fram og til baka, svo ekkert er á sínum stað lengur, sandstormur skapaðist og dreifðist fínt sandrykið yfir allt hemilið, fingraför barnanna þeyttust út um alla veggi, glugga og spegla og lengi mætti telja.
Í stuttu máli: það er allt á hvolfi og ég nenni ekki neinu!
mánudagur, júlí 31, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
heyrðu, heldurðu ekki að grænu karlarnir hafi komið við hjá mér líka, og skilið eftir sig einmitt stormsveip að drasli....
Held við ættum að tala við innanríkisráðuneyti hér í bæ og Kvarta yfir útlendingaofsóknum...
Heiðagella
Mikið væri gaman að búa í útlöndum og fá að hjóla í þrumuveðri og rigningu án þess að deyja úr vosbúð, þið kunnið að lifa lífinu lifandi Addý. Letikast er bara orkusöfnun ekki...leti.
Og svo smá tískupæling, er virkilega ætlast til þess að maður gangi í skærlitum gúmmístígvélum í haust....hvað dettur mönnum næst í hug. Þoldi aldrei stígvél þegar ég var lítil, þau voru svo heit og klunnaleg að maður forðaðist þau eins og heitan eldinn og núna sér maður rígfullorðnar konur spássera um í bleikum gúmmístígvélum við pils....sem einhver hommatittur í Mílanó ákvað að væri smart...svona til að reyna að vera frumlegur...uss....skárra væri þá að vera í bleikum gúmmískóm.
Alveg hjartanlega sammála þér, Gillí mín. Tískudraumórakóngar eru allflestir hommar, sem í sjálfu sér er í góðu lagi. En það sem verra er er að þeir eru karlmenn og þurfu þar af leiðandi aldrei að klæðast því sem er "heitt" sjálfir ;)
Já vil reyndar taka það fram að ég hef ekkert á móti hommum, hef átt góða vini í gegnum tíðina sem eru hommar svo það má ekki misskilja það...en tískukóngarnir eru allflestir hommar framhjá því verður ekki litið en um leið karlmenn sem klæða sig ekki í sömu föt og konur...mikið rétt.
Ji, já. Hommar eru hið fínasta fólk. Hef kynnst nokkrum og allir eru þeir gull af mönnum.
Bara svo ekkert sé misskilið.
Er hjartanlega sammála ykkur með stígvélin - fer ekki í stígvél nema ég sé að fara að slá garðinn eða vaða í á. En gúmmískór eru samt ágætir ;o)
Letipúkarnir koma líka við hjá mér en eru helst í heimsókn þegar ég er í vinnunni! Gott að heyra að svona leti getur líka flokkast undir orkusöfnun, ætla að muna það næst þegar einhver sakar mig um leti.
Til hamingju með litlu frænkuna þeirra Gumma og Sollu! Enn eitt barnið fætt og þið úti...getur fólk ekki haldið aðeins í sér?!
Versló kveðjur,
Lísa
Skrifa ummæli