Hvað á maður að gera þegar maður er kominn á síðasta snúning með verkefni og er gjörsamlega sneyddur allri sköpunargáfu sem til skriftar þarf? Sparka í rassinn á sér og koma sér að verki, óháð því hvað út úr því kemur? Lalla sér inn í ból og vona að nætursvefninn laumi einni og einni hugmynd inn í kollinn um innihald verkefnisins? Eða bara loka bókunum og glápa á imbann? Eins og oft áður er ég gjörsamlega týnd í heimi netheimilda og dönskunnar! Reyndar er verkefnið sem slíkt hvorki flókið né leiðinlegt, en rassseta undanfarinna vikna gerir það að verkum að næstum ómögulegt reynist að dúndra í flatbotnann (sem þó er ívið of kringlulaga þessa mánuðina). Málið er bara að koma hugsununum niður á blað, eða í tölvutækt form. Ótrúlegt hvað einföldustu mál verða flókin þegar maður fer að hugsa um þau. Málið er kannski bara það að ég ætti að setja mig í spor karlmanns (án allrar móðgunar við hitt kynið) og leysa vandann (sem þeir halda alltaf að sé í þeirra verkahring) með því að hripa eitthvað niður og láta þar við sitja. Ég hef heyrt að þeir séu töluvert afslappaðri gagnvart próftöku og verkefnavinnu en við kerlurnar, ég læt það liggja milli hluta hvursu mikið sé til í því, enda er ég hvorki karlmaður né mannfræðingur. Hitt er annað að við kerlurnar eigum það til að mikla fyrir okkur hina einföldustu hluti, að minnsta kosti ég (og ég tel mig vera meðalkvenmann hvað þessi mál snertir). Ég held að hórmónum sé um að kenna, þessum sömu og fá okkur til að vola yfir regnfataauglýsingum frá Hagkaupum einu sinni í mánuði. Því miður.
Sökum þessa ætla ég að skella verkefninu á hold og dúndra mér í lestur, svona rétt til að friða samviskuna.
mánudagur, október 02, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Þá er ég kona!!! Ég sit í sömu "grátlegu" aðstöðunni og þú. Ég græt meira yfir raftækjabæklingum, en nógu nálægt samt.
Svona ég skal sparka í þinn botn er þú sparkar í minn.
Gangi þér sem best, kveðja frá Zoologisgkvarteret
Arnar Thor
Kann ráð við ritstíflu...1-2 rauðvínsglös annað hvort við tölvuna eða yfir bókunum og hafa svo diktafón við hendina og bulla inn á hann um leið og vínið er farið að æsa upp heilasellurnar og þú ert að drukkna í skáldskap og hugmyndum.
Frá Hronnslunni
Jæja gott að fá Addý til baka... alltaf gaman að lesa enda snildarpenni á ferð...
knús
Hronnsla
Skrifa ummæli