sunnudagur, desember 24, 2006

Gleðileg jól, kæru vinir!

Nú er jólaandinn að færast yfir. Helgi er reyndar sveittur inni á baði að redda sturtunni fyrir frúna á heimilinu, svo hún angi hreinlega ekki yfir hátíðirnar. Annars erum við í jólafíling hérna á Bláberjaveginum. Við fengum góða gesti frá Íslandinu í dag, þegar Daði, Lene, Mathias og Sandra komu í heimsókn. Ohhh... hvað það var dásamlegt að fá þau. Alltaf gott að fá einhvern að heiman. Eftir innrás þeirra héldum við fjölskyldan í miðbæinn að skoða fólk og sýna okkur. Þar mæltum við okkur mót við Heiðu gellu og angana hennar. Þetta var nú heldur stutt ferð, en hún endaði með þessari líka góðu samloku á Café Kræz og því allra besta rauðvíni sem völ er á hér á Norðurhveli jarðar, Aberdeen Angus.
Það er búið að skella jólatrénu upp og smella á það þeim örfáu kúlum sem fundust í fórum fjölskyldunnar, prinsessan sá um þetta allt saman og vildi sem minnst af móðurinni vita. Skipaði henni að klippa þráð og þræða upp á hann kúlurnar, svo skammaði hún mömmuna ef of illa var gert og enn frekar ef of ákaft var gengið til verka. Það er naumast hvað daman er orðin dönsk! var það eina sem kom upp í minn gamla koll. Börnin eru nú háttuð, Kertasníkir er kominn og farinn, karlinn er á baðherberginu og ég er að dunda mér við bloggskrif þar sem kalkúnasprautan er stífluð og það er vatnslaust vegna framkvæmda.
Ég vil óska ykkur öllum, sem dettið hingað inn á síðuna, gleðilegra jóla og heillaríks komandi árs.

Jólakveðjur,
Addý.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðileg jól Addý mín og Helgi og börn.

Nafnlaus sagði...

Gleðileg Jól og hafið það sem allra best í danaveldi. Jólaveðja Áslaug og Rúnar

Heiðagella sagði...

Gleðileg jólin skutlan þín..

Nafnlaus sagði...

Elsku krúttkökurnar mínar ég vona að þið hafið átt yndislega kvöldstund. Og vil óska ykkur Gleðilegra jóla.

Bestu jólakveðjur Halla Rós, Sturla Símon, Ólafía Gerður, Erika Árný, Viktoría Valný og Zorró

Nafnlaus sagði...

Elsku Addý, Helgi, Bríet Huld og Elí Berg. Vona að þið séuð búin að eiga eins yndisleg jól og við hérna á Fróni, ykkar var sárt saknað hjá Addý ömmu í gærkvöldi (var reyndar haldið hjá sæþóri) það var mjög gaman að vanda, spiluð félagsvist sem Berglind og Gunný unnu, Bergur og Rebekka fengu skammarverðlaun sem reyndar kom svo í ljós að litla ljóskan hún systir þín átti að fá en hún reiknaði aðeins vitlaust ;-) en það gerði nú ekkert til, svo var líka spilað hæ gosi sem mamma þín fór á kostum í hún gat nefnilega ekki flautað svo það var mikið hlegið. Hafið það sem allra best dúllurnar mínar. kossar og knús Sigfríð og Gunný