mánudagur, desember 04, 2006

Smá yfirlit

Nokkuð fín helgi að baki. Við fengum góða gesti á fimmtudagskvöldið þegar Siggi og Ágústa mættu á svæðið. Þau kvöddu svo á laugardagsmorgun. Takk kærlega fyrir komuna, kæru vinir!
Þar sem Helgi minn ruddi sturtunni niður á laugardaginn urðum við að ganga á hús og fá leyfi til að baða okkur. Heiða sá aumur á okkur og gerði sér grein fyrir að það var engan veginn hægt að hafa okkur svona haugrykug og skítug. Svo sturtan hennar kom að góðum notum á sunnudaginn. Nú, þar sem við vorum komin út úr húsi ákváðum við að fara á H.C. Andersen-markaðinn sem settur var upp hér í borg. Þar var bara frekar gaman. Við drógum Heiðu og gemlinga með og hittum svo Palla, Rósu og angana þeirra í bænum og líka þau Ragnhildi, Mána og einkasoninn. Svo það voru sannkallaðir fagnaðarfundir. Eftir túr í hringekjunni, pylsuát og misheppnaða tilraun til að finna jóladúka í Jysk, var haldið heim á leið. Þar beið okkar rjómaterta með Rice Cripsies-botni og íslensku súkkulaði á milli. Svo það var skverað í heitt súkkulaði (sem þó var gervi), kveikt á fyrsta kertinu á aðventukransinum og sungið "Við kveikjum einu kerti á". Ummmm... hvað það var notó.
Í dag eða í gær (ég byrjaði að skrifa þennan póst í gær, svo ég veit ekki hvaða dagsetning kemur fram ;) ) kom Pomosavejgengið til okkar í lundaveislu. Nammi namm! Þegar hafist var handa við eldamennskuna kom í ljós að lundinn var reittur og sviðinn, ekki var það nú verra! Takk fyrir okkur elsku amma! Þetta var hreint lostæti.
Þó helgin hafi verið frekar góð hjá okkur fengum við heldur leiðinlegar fréttir. Gillí, við sendum okkar bestu og sterkustu strauma til þín. Mundu bara, þú ert hetja!

3 ummæli:

Heiðagella sagði...

Jamm jamm jamm.... akkuru var mér ekki boðið í þessa dýrðartertu ha???
verð að venja mig á að koma oftar óboðið. hehe
En þú og þínir eru velkomin í bað anytime.... :o)
Hilsen pilsen
Heiðagella

Nafnlaus sagði...

Eru Bláberjarnir ekki löngu hættir að bjóða þér Heiða...þú kemur bara!! haha
Svo er sturtan á Pomosavej alltaf í boði, ef þið nennið að leggja upp í ferðalag!! hehe
knús Tinna

p.s. Takk fyrir í dag Addý...við rokkum!! ;o)

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir elsku vinir, baráttan er hafin. En mikið vona ég ykkar vegna að sturta og bað komist í lag fyrir jól. Svo er alveg ótrúlegt hvað maður skynjar í gegnum bloggið ykkar hvað það er önnur stemning í Óðinsvéum en í Reykjavík...eitthvað svo...mannvænt.