Halló kalló bimbó!
Það ætlar að ganga heldur illa að komast til að lesa undir blessaða taugafræðiprófið sem er í næstu viku. Elí Berg lagðist í gubbuna á laugardaginn, hélst svo hreinn á sunnudaginn en svo varð bakslag í batanum og hann lagðist aftur á sunnudagskvöldið. Það gerði það að verkum að ég var heima í allan gærdag með bæði börnin og lítið sem ekkert varð úr lestri. Ástandið batnaði nú heldur betur ekki í gærkvöldi þegar við hin þrjú í fjölskyldunni fórum að kasta upp og fengum niðurgang. Þetta var viðvarandi megnið af nóttinni svo við erum öll heima í dag, frekar slöpp, með þunnan maga, eins og Danin segir. Ætli maður reyni ekki að lesa nokkrar línur á milli klósettferðanna í dag og vonar svo að ástandið fari batnandi svo hægt sé að demba sér í lesturinn. Svo koma þær Berglind og dætur til okkar í næstu viku til að rífa okkur upp úr volæðinu. Mikið verður það gaman!
Að lokum: Elsku Gillí okkar. Okkar bestu óskir um gott gengi í dag. Við hugsum til þín.
Ég kveð að sinni...
þriðjudagur, janúar 09, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
æ æ ekki er ástandið gott! Þið eigið semsagt öll jafnbágt...vonandi er þetta nú yfirstaðið og lífið komið aftur í sinn vanagang.
Batakveðjur,
Lísa
ojoj ekki gott ástand á heimilnu, vona að þið verðið komin á ról og í próflestur sem fyrst :-/
kv. Lilja
HÆ HÆ
Það er nú vonandi að þið komist öll yfir þetta sem fyrst. Það´er alveg týpíst ef að einn fær pestina þá fá hinir hana líka hræðileg pest. En vonandi batnar ykkur öllum sem fyrst
Kveðja Sveiney.
Skrifa ummæli