Elsku amma til hamingju með daginn í gær!
Elsku Heiða og Heidi til lukku með daginn í dag! Ég óska líka Heiðu, systur hans Dadda, og systrum hennar Hillu til hamingju með daginn í dag, þó ég þekki þær ekki neitt! Hehehe...
Morguninn í morgun var alveg gríðarlega fallegur. Ég hjólaði glöð í bragði yfir í háskólann til að takast á við nýja önn. Sólroðinn á himninum, stillan og birtan gerðu það að verkum að ég tók mér rúman tíma í hjólaferðina, enda varla kráka á ferð, svo hægt var að njóta kyrrðarinnar, umm... notó spotó. Það er alltof sjaldgæft að maður gefi sér tíma til að njóta tilverunnar, þó ekki sé nema bara með því að líta aðeins í kringum sig þegar maður er úti við, í stað þess að þjóta áfram án þess að líta til hægri né vinstri.
Fyrsti tími þessarar annar var í Børn med sprog- og talevanskligheder. Námsefnið og kennarinn, hún Dorthe, lofa góðu, enda er hún talmeinafræðingur sjálf. Reyndar fór dágóður tími dagsins í dag í að fylgja Tinnu eftir og sjá til þess að hún yrði ekki fyrir of miklu áreiti, enda þurfti skvísan að gefa ansi margar eiginhandaáritanir. Skólayfirvöld sáu sér ekki annað fært en að loka inngangi K fyrir hana, bara svo hún kæmist leiðar sinnar. Já, það er munur að vera frægur!
Að loknum fimm tíma fyrirlestri hélt ég áleiðis til Ragnhildar þar sem búið var að aresera smá afmæliskaffi fyrir skvísuna Heiðu. Þar var skálað í kampavíni, enda ástæða til! Það er ekki á hverjum degi sem maður verður 25 í þriðja skiptið! Svo röðuðum við í okkur rúnstykkjum og snúðum, umm... Takk fyrir mig, kæra Ragnhildur!
Yfir veitingunum hjá Ragnhildi hófst heit umræða um hið svokallaða Tønder-mál. Það er frekar ógeðfellt kynferðisafbrotamál sem réttað hefur verið í síðan í fyrra og enn eru ekki allir brotamenn komnir með dóm. Fórnarlömb þessa máls eru tvær systur, önnur var ellefu ára þegar upp komst um málið hin var átta ára, að mig minnir. Faðirinn misnotaði stúlkurnar báðar, þá eldri frá þriggja ára aldri, auk þess sem hann seldi hana hverjum sem vildi hafa samræði við svo ungt barn. Svo virðist vera sem peningar hafi ekki haft neitt með málið að gera, enda fékk faðirinn (sem varla hefur rétt á þeim titli eftir að hafa brotið svo hræðilega gegn börnum sínum) stundum greitt í pítsu og bjór. Karlinn setti meðal annars auglýsingu í Den blå avis, sem er smáauglýsingablað hér í DK, og auglýsti dóttur sína til sölu, en laug til um aldur og sagði hana 18 ára. Menn brugðust við auglýsingunni og lögðu sumir hverjir á sig 60-100 km. leið til að heimsækja feðginin. Eitt kvöldið þurfti aumingjas barnið að taka á móti í það minnsta fjórum karlmönnum og hafa samræði við þá. Þrátt fyrir grun um kynferðislega misnotkun og ábendingu frá fyrra bæjarfélagi sem fjölskyldan bjó í gerði sú kommúna sem þetta átti sér stað í ekkert í málunum og sveik þar með börnin.
Ári áður en málið kom upp flutti móðirn af heimilinu, hún bjargði sínum eigin rassi án þess að gera nokkuð til að bjarga börnunum sínum. Trúleg skýring er að hún er haldin einni týpu skizofreni, sem ég ekki man hvað heitir, auk þess sem heimilisfaðirinn beytti hana líkamlegu og andlegu ofbeldi, misnotaði hana kynferðislega og neyddi í vændi. Þetta er það óhugnanlegasta kynferðisafbrotamál gegn börnum sem framið hefur verið hér í Danmörku. Þetta er hreinn viðbjóður! Það er hreint ótrúlegt að foreldrar geti brugðist börnum sínum á þennan hátt sem þessir foreldrar gerðu. Auk þess sem manni finnst alveg hræðilegt að menn skuli hafa lagst með ellefu ára gömlu barni. Hvers vegna snéri enginn við í dyrunum og gerði lögreglunni viðvart þegar ljóst var að barnið var ellefu ára? Rætt var við einn þeirra sem hlotið hafa dóm í málinu í heimildamynd sem sýnd var hérna í gærkvöldi og hann spurður þessarar spurningar; hvers vegna snérirðu ekki við? Svarið var að allt hefði gerst svo hratt að ekki hafi gefist tími til þess! Aðspurður hvað hann ætti við með því, svaraði hann að hönd barnins hefði verið komin inn á hann og fyrr en varði voru buxur hans komnar á gólfið og hún stóð nakin fyrir framan hann. Í viðtalinu kom í ljós að þeir hefðu skiptst á, þessi maður og faðir stúlkunnar að hafa við hana samræði. Hvílíkur viðbjóður! Þegar þetta kom í ljós spurði þulurinn enn frekar hvað það hafi tekið langan tíma, svarið var u.þ.b. 20 mín. Þulurinn spurði þá aftur hvort 20 mín. hefði ekki verið nægur tími til að stoppa, hugsa sig um, hafa sig á brott og hafa samband við lögreglu. Maðurinn gat að sjálfsögðu engu svarað. Þessi maður hefur nú afplánað sinn dóm, hann misti vinnu sína sökum málsins, konan hefur átt við sálfræðileg vandamál að etja upp frá þessu og börnin sem á heimilinu voru var komið í fóstur. Ég hef enga samúð með manninum, en konan hans og börn eiga alla mína samúð.
Ég vona svo sannarlega að þessir menn sem lögðust með stúlkunni eigi eftir að iðrast þess alla daga, allt þeirra líf. Það ætla ég líka að vona að faðirinn fái það óþvegið í fangelsinu þar sem hann þarf trúlega að dúsa í einhvern tíma, þó svo sá tími komi aldrei til með að vera nógu langur.
Hreinn viðbjóður!
fimmtudagur, febrúar 01, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Takk takk fyrir hygge með eðalkvinnunni Rex... og auðvitað blomsterne
og svona þar sem enginn er að telja var það víst 25 í 4 skipti...
Já þetta er allt saman hryllilegt mál, hef mig ekki í að ræða þetta einu sinni... vona bara að þessir menn eigi heita daga í helvíti....
Heiðagella
Ég var hjá miðli í vikunni og við ræddum m.a. líf eftir dauðann. Hann vildi meina það að gjörðir manns í þessu lífi kæmu niður á manni í því næsta og að hver og einn yrði að taka út sína refsingu fyrir almættinu....svo ég væri alvarlega hrædd við að deyja eftir að hafa hagað mér svona í þessu lífi. Það ætti ekki einu sinni að hleypa þessum vitleysingum út í garð, bara hafa þá í einangrun til æviloka.
Já það er gott að hafa íslenskan jaka sem bodyguard þegar maður er svona famous!!! ;o)
En oh já þetta er hrikalegt mál og hreinasti viðbjóður...sammála Heiðu að þessir menn mega brenna í helvíti fyrir mér.....
knuzzer Tinna
Skrifa ummæli