miðvikudagur, mars 07, 2007

Nákvæmlega ekki neitt!

Hæbb! Ég hef svosem ekki frá neinu að segja. Er búin að vera að lesa í bók sem heitir The Voice and its Disorders eftir Greene og Mathieson. Frekar áhugaverð lesning, en mér miðar voða hægt áfram. Bókin er á leslista fyrir fag sem heitir Oto-rhino-laryngologi og fjallar um röddina og eitthvað fleira skemmtilegt.

Það er lítið annað að frétta en að það hefur rignt flesta dagana eftir að síðasta færsla var skrifuð, en ég held fast í vonina að ekki fari hann kólnandi heldur hlýnandi og að Dísa og Siguroddur fái gott veður í Köben um helgina og enn betra veður þegar þau kíkja í kaffi til okkar! Já, það var ánægjulegt að heyra að hjónaleysin vestan að Snæfellsnesi ætluðu að kíkja til Köben og jafnvel að gera sér ferð hingað til véa Óðins til að þyggja svona eins og einn kaffibolla í það minnsta! Hlökkum öll til að sjá ykkur. Annars verður nóg um að vera um helgina, Sara í lærdómsgrúppunni í skólanum heldur upp á afmælið sitt á föstudaginn og á laugardaginn verður veisla hjá Kristrúnu og svo ætla einhverjar hressar kerlur að halda út að borða á laugardagskvöldið ef veður og heilsa leyfir.
Eins og áður sagði þá hef ég ekki frá neinu að segja en ég læt mynd fylgja af nýjasta afrakstri prjónavinnunnar fylgja fyrir mömmu. Þó svo að flíkin hafi legið óhreifð í prjónakörfunni í tæp tvö ár er hún loksins tilbúin og að mínu mati vel brúkleg.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fín peysa Addý, þú ert dugleg eins og venjulega. Svo bara skil ég ekki hvernig þú skilur þetta danska fræðamál....dugleg þar lika...svona verkefni taka nú ekki aðrir í nefið en þeir sem eru mjög klárir....þú gætir auðveldlega skilgreint þig sem ....ég er klár kona...
Gangi þér vel með bókina.

Addý Guðjóns sagði...

Ó... elsku Gillí, þess vildi ég óska að geta skilgreint mig sem klára konu. Það lesa og læra utan að hefur ekkert með að gera að vera klár, því er nú verr og miður.

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir daginn skutla. alltaf gaman í góðu spjalli og "heimabakaðri" pizzu...
kys Heiðagella