Eitthvað hafa puttarnir verið óviljugir að pikka í lyklaborðið þessa vikuna. Það hefur líka lítið verið fréttnæmt undanfarna daga. Það helsta er kannski að Karítas Kristel hennar Heiðu er búin að vera hjá okkur síðan á miðvikudag. Reyndar var kennslan þessa vikuna nokkuð skemmtileg. Við fengum þennan fína audiologopæd frá norður Jótlandi, sem reyndar er sænsk, til okkar. Hún kenndi okkur ýmsar öndunar- og raddæfingar með ansi líflegum hætti. Það er ekki amalegt þegar maður er látinn reysa sig af flatbotnanum og takast á við æfingar. Skemmtilegt, skemmtilegt. Hún var líka svo lífleg og skemmtileg og gott ef hún tali bara ekki betri dönsku en dönsku kennararnir, í það minnsta þurftu sellurnar ekkert að einbeita sér neitt sérstaklega við hlustun. Flottur kennari hún Jenny Iwarssen, eða var það son? Ég man það ekki. Í miðvikudagstímanum hjá henni hollensku Mieke var farið í afslöppunaræfingar, það er notó! Eitthvað sem maður ætti að gera á hverjum degi, jafnvel oft á dag. Maður verður endurnærður eftir þessar æfingar. Mieke er með okkur í raddþjálfun, því að sjálfsögðu þurfum við að vita hvernig slík þjálfun fer fram svo við sjálfar getum tekið þetta að okkur. Já, þetta er búin að vera ansi lífleg og skemmtileg vika í skólanum.
Framundan er svo kaffi hjá Ragnhildi og Mána. Ragnhildur átti afmæli í gær og ég óska henni hér með til lukku með daginn! Afmælisdeginum mínum ætlum við fjölskyldan að eyða í Kaupmannahöfn þar sem við ætlum að sækja litlu syss sem ætlar að vera hjá okkur yfir páskana. Í tilefni páskanna höfum við ákveðið að fara til Berlínar. Haldið verður af stað á fimmtudaginn og komið heim á páskadag, trúlega seint. Mikið afskaplega hlakka ég til. Reyndar er skjárinn á myndavélinni brotinn, en það verður vonandi hægt að redda myndatökum með litla gatinu, eins og í gamla daga.
Svo eru smá skilaboð til Ingu Birnu: Ég er búin að kaupa kjólinn fyrir brúðkaupið í sumar, svo ég er alveg að verða reddý!
Knúsar og óskir um góða helgi...
laugardagur, mars 31, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Frábært...Berlín...danskur vinur minn á íbúð þar svo við erum alltaf á leiðinni til Berlínar, hlakka til að heyra hvernig þér leist á borgina. Flott útlit á blogginu þínu Addý.
Góða ferð og gleðilega páska.
Páskakveðja til Danmerkur, ja eða bara til Berlínar. Góða skemtun :)
Til hamingju með daginn sæta!!
Gott að kjóllin er komin í hús.
Ég er líka búin að finna kjólinn, þannig að við verðum ógó fínar saman. Hlakka til að sjá ykkur eftir 4 mánuði.
kv Inga Birna
Elsku Addý
Innilega til hamingju með daginn ;) vonandi áttir þú góðan og glaðan dag.
Kveðja til heimilisfólksins.
Kossar og knús Erla Huld og co.
Elsku frænka!!!!!!
Til lukku með daginn elsku dúllan mín, vona að þið hafið átt góðan dag í Köben, og ferðalagið hafi gengið vel hjá snúllunni minni (Andreu) ;-).
Var að koma heim frá Selfossi, litla familían mín flutti á föstudaginn í nýju íbúðina sína, svo ég dreif mig austur í gær að hjálpa til (eða skipta mér af) svo þetta er allt að koma hjá þeim.
Óska ykkur öllum gleðilegra páska og góða skemmtun í Berlín.
Kossar og knús frá Sigfríð frænku-beib
Elsku Addý til hamingju með daginn hafið það sem allra best um í ferðalaginu um páskana kveðja Berglind frænka og co
Skrifa ummæli