Jamm, ég held bara hreinlega að vorið sé komið til okkar hérna í Óðinsvéum. Húfu- og vettlingalaus bæjarferð var einmitt farin í dag, fuglarnir sungu og loftið angaði af vori! Það er óskandi að vorið flýi ekki neitt núna og staldri við fram að sumri.
Fór í Bolighuset Bahne sem ekki fékk mig í minna vorskap. Þangað eru sumarvörurnar komnar. Allskyns bollar, diskar, glös og fínerí fyrir garðinn í sumar. Ummm... Ég hefði getað keypt alla búðina. Svo rölti ég mér einmitt yfir í Tante Grøn, sem er blanda af hönnunar- og hannyrðarverslun, rosa flott. Þar fjárfesti ég í lítilli prjónamaskínu handa dótturinni, enda varla ráð nema í tíma sé tekið að kenna barninu að prjóna. Þó hefði ég glöð viljað ganga út úr versluninni með töluvert stærri poka!
Megi þið eiga góða helgi!
föstudagur, mars 02, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Vonandi færðu vorið til að vera kyrrt, hér er að vísu +gráður en rok og hrollur. Þið eigið eftir að kaupa skrautlegt garðdót í sumar og borða úti á hverjum degi....það var a.m.k. alltaf svoleiðis hjá Sigrúnu systur Palla á Dalgasboulevard
Skrifa ummæli