þriðjudagur, mars 13, 2007

Í sól og sumaryl...

Mér datt í hug að smella nokkrum orðum hér inn á þessa blessuðu síðu. Hef, eins og svo oft áður, frá frekar litlu að segja. Er heima með veikan gemling. Elí Berg ældi í morgun svo ég ákvað að vera með hann heima, enda frekar illa liðið þegar foreldrar senda börn sín veik í leikskólann. Þar sem prinsessan mín er nú einu sinni prinsessa fór hún ósjálfrátt að finna fyrir verkjum í maganum og á fleiri stöðu, bróður sínum til samlætis, trúlega liggur hundurinn grafinn í fjórum fullum diskum af Cocoa Puffs, en það er önnur saga. Börnin eru því bæði heima í dag. Mér verður án efa lítið úr verki, ég sem annars ætlaði að vera svo dugleg. Það er tími núna frá 8 til 10 sem ég missi af, en það gerir ekki svo mikið til. Hitt er annað að félagarnir á skrifstofunni í skólanum eru alveg að missa það núna. Í síðustu viku voru settir á okkur einhverjir tímar í kringum páskana sem eru með mætingaskildu. Þetta kemur sér ákaflega illa fyrir marga sem voru búnir að ráðstafa páskafríinu og þurfa þá að breyta því, og það getur kostað skildinginn. Seinnipartinn í gær fengum við svo að vita að það er búið að smella á okkur enn fleiri tímum, bæði í þessari viku og komandi vikum. Það er ansi slæmt fyrir okkur Tinnu þar sem við eigum að mæta á mikilvægan fund á morgun á meðan á kennslu stendur. Við þurfum því að reyna að fá fundinn fluttan en það verður síður en svo auðvelt að finna dagsetningu sem hentar. Það er nokkuð súrt að geta ekki staðið við gefin loforð, því við vorum búnar að samþykkja að vinna alltaf á miðvikudögum, en blessaðir tímarnir lenda meira og minna á þeim dögum. Við möndlum þetta þó einhvern veginn, enda slagorð Íslendinga "þetta reddast!".
Að öðru skemmtilegra. Við hjónin áttum rómantíska stund saman í miðbæ Óðinsvéa í gær, í sól og 16 stiga hita. Frekar notó. Það eru svona stundir sem fá mann til að spyrja sig hvort mann virkilega langi aftur heim á klakann. Þetta var eins og fínn sumardagur á Íslandi, í mars! Í dag sést hins vegar ekki húsa á milli sökum þoku. Það léttir þó seinnipartinn þegar fjölskyldan úr Hafnarfirði mætir á svæðið.
Njótið dagsins.

4 ummæli:

Arnar Thor sagði...

Arnar var hér.

Nafnlaus sagði...

vonandi ad pésinn æli ekki húsid út ádur en gestirnir koma, já eda á blessad fólkid, í versta falli getur geymt hann í fína skúrnum hans Helga. Kys mín kæra......
Heidagella

Nafnlaus sagði...

Samgleðst innilega yfir góða veðrinu, allir Íslendingar í útlöndum eiga skilið gott veður, við hin sem ennþá höngum hér verðum bara að bíta í það súra að hafa ekki rænu á að prófa eitthvað nýtt og flytja til útlanda. Annars er þetta nú allt að koma, þokkalega hlýtt á daginn en það mætti fara að hraða sér vorið því guð veit að ég er að bíða eftir því....svo njótið vel elsku vinir

Nafnlaus sagði...

Ég væri alls ekki á móti því að kíkja í heimsókn, sama hvernig viðrar. Væri ekki ónýtt að aka eitt stykki rematch í Trivial í leiðinni;)