Ég byrjaði í nammibindindi í morgun og féll... á hádegi! Fullir skápar af íslensku sælgæti geta varla haldið manni frá nammiátinu. Mig skortir sjálfsaga og mikið af honum! Svo ef þú hefur rekist á vafrandi sjálfsaga, eirðarlausan og áttavilltan þá veistu að hann er minn!
Skilaðu honum!
mánudagur, mars 19, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Því miður, hann hefur ekki heimsótt mig. Drífðu þig bara að klára nammið, borðaðu það allt í einu og svo getur þú farið í bindindi, það er líka minna fitandi að borða mikið í einu, einu sinni, frekar en eitthvað á hverjum degi.
Hehehe... ég reyni þetta alltaf en það er alveg sama hvað ég ét mikið af namminu það bætist alltaf eitthvað í skápana þegar fram líður! Svo þeir tæmast aldrei almennilega og ég held bara áfram að borða!
Addý mín ég var búin að skrifa áðan en þeð gekk ekki bara hvarf svo ég ætla að reyna aftur.'Eg öfunda Andreu svo mikið að tárin steyma eins og Gullfoss hjá mér en vonandi fer allt að lagast hjá mér svo ég geti nú farið að kíkja á ykkur elskurnar mínar.En Addý mín af myndum af þér held ég bara að þú megir allveg við því að borða nammið úr skápnum þú ert orðin svo grönn skvísa mín.Jæja já til hamingju með níuna aldeilis flott hjá þér, ég er svo stollt af þér ástin mín en sakna ykkar hræðilega
Skrifa ummæli