Ég hef það rosa fínt, alltof fínt, miðað við að vera gengin þetta langt. Á þessum tíma á ég ekki að hafa það gott, ég á að engjast um með hríðir, en barnið er þrjóskupúki og "geymir sig" eins og Daninn segir. Hins vegar er nóg við að vera þar til barnið lítur dagsins ljós. Hægt gengur með ritgerðina og sólin og sumarið truflar svolítið líka. Hvernig er líka hægt að hanga inni í svona góðu veðri? Mér er það því sem næst ómögulegt. Hverjum deginum á fætur öðrum er eytt úti í blíðviðrinu og börnin hoppa og hlaupa í garðinum á nærunum einum fata. Huggulegt! Ætli mesta vesenið varðandi litla ófædda ungann verði ekki að komast að því hvernig best er að klæða svona lítið kríli í svona miklum hita! Enginn svefnpoki í sumar, varla flík á litla kroppnum, trúlega bara samfellur og léttir sokkar. Lítið annað, enda óþarfi að kappklæða börnin í rúmlega 20 stiga hita.
Well, well... lítið að frétta annars. Það eru þó reyndar komnar inn nýjar myndir á síðuna hjá gemsunum. Njótið vel!
fimmtudagur, maí 08, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Gott að þér líður samt vel :) Kannski litla krílið "geymi sig" bara í viku í viðbót, 16.maí er nefninlega svo flottur dagur ;)
Bestu kveðjur í sumarið - úr rigningu...næstu vikuna og 7 gráðum!
Ágústa og co
p.s. Siggi og stóru guttarnir eru bókaðir með pramma til Danmerkur þann 19.júni, við Gústi komum með fugli í vikunni eftir.
Skrifa ummæli