sunnudagur, maí 18, 2008

Það kom að því

Þá er pilturinn mættur í heiminn. Stórmyndarlegur og flottur drengur, sem sver sig í fjölskylduna. Með svolítinn lubba, eiginlega sítt að aftan og svolítið bólginn enn sem komið er.

Síðastliðinn föstudag, þann 16. maí, mættum við hjónin upp á OUH, stundvíslega kl. 8:30. Tekinn var status á frúnni eftir mónitor og skemmtilegheit og var komist að þeirri niðurstöðu að hún væri nógu "hagstæð" fyrir gangsetningu með belgjarofi. Eftir að þessar fréttir voru færðar okkur hjónum var næsta mál á dagskrá næringarinntaka, þar sem nú hófst bið eftir tíma á fæðingarganginum. Því héldum við niður í kantínuna á stuen á OUH og skelltum í okkur sitthvorri samlokunni með kjúklingi og drykkjarföngum með. Þegar klukkan var orðin rúmlega tólf á hádegi, var okkur komið fyrir á fæðingarstofu á fæðingarganginum, þar sem belgurinn svo var rofinn kl. u.þ.b. 12:30. Hríðirnar gerðu vart við sig 15-20 mínútum seinna og urðu jafnt og þétt nokkuð harðar og tíðar. Með góðri öndunartækni og hugarreiki á fagran íslenskan sumardag í sveitinni hófst þetta allt saman án nokkurra verkjalyfja eða inngripa og klukkan 15:16 fæddist okkur hjónum annar sonur. Hann vó við fæðingu 3860 gr. og var 53 cm. að lengd. Nokkuð þyngri en eldri systkini hans, sem vógu annars vegar 3380 gr. og hins vegar 3275 gr. Hann var þó jafnlangur bróður sínum, en skvísan var þó nokkuð styttri.
Sökum verkfalls hjá heilbrigðisgeiranum vorum við send heim með prinsinn, einungis fjórum tímum eftir fæðinguna. Þar þurftum við ekki að bíða lengi til þess að forvitin og spennt systkinin birtust í dyragættinni í fylgd Kristrúnar, sem var, ásamt Alla, svo blíð að taka þau að sér á meðan á herlegheitunum stóð.

Svo nú er bara verið að vinna í þessum helstu málefnum nýfæddra barna, þ.e.a.s. brjóstagjöf, bleiuskiptum og svefni. Systkinin spara ekki kraftana þegar kemur að því að hjálpa til og sýna mikinn áhuga á litla bróður, sem enn hefur ekki fengið nafn.

Prinsinn er búinn að vera mjög vær og meðfærilegur, sefur mikið, tottar þess á milli og óhreinkar bleiurnar. Vonandi heldur þetta bara áfram í sama farinu.

Það eru komnar inn myndir á síðuna hjá krökkunum fyrir þá sem vilja berja kauða augum.

Kveðja,
Addý ungamamma.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju, kæru hjón. Þið eigið gullfallegan barnahóp. Með kveðju frá Hafnarfirði, Milla & co.

Nafnlaus sagði...

til hamingju til hamingju allir saman! Þvílík myndarfjölskylda :o)

Knús frá okkur öllu,
Lísa, Gústi, Ásta Katrín og Ása Jenný

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með viðbótina.
Þetta hefur sko sannarlega gengið vel fyrir sig.
Enn og aftur til hamingju.

Kveðjur
Ragna, Egill og viðhengi

Nafnlaus sagði...

Já það tók ekki langan tíma að koma kauða í heiminn eftir að honum var komið af stað með blegrofi.Innan við 3 kl. Ég veit bara ekki hvað það er og enginn keyrsari??
Þú ert nú bara fædd í að ala af þér börn, enda áttu myndarhóp sem hver og einn gæti verið stolltur af. Þið eruð ekkert smá heppinn.
Mig klæjar alveg að fá að koma við nýjasta fjölsk.meðliminn og knúsa hann smá. Ætla að ath. legar líða fer á vikuna, fer með Eyþór Gísla í 2ja ára skoðun á mogun. Heyri í ykkur

Knús þanga til næst.
Þin mákona í Esbjerg.
Elísabet

Nafnlaus sagði...

Elsku Addý og Helgi, til hamingju með þennan myndarlega dreng. Gott að heyra að allt hafi gengið vel og þú geta farið í gegnum þetta eins og sannur víkingur! Nú styttist í okkur, er komin 33 vikur :-) þetta fer að styttast. Jæja, knúskveðjur frá fróni,

Lára, Halli og Helena Ingibjörg.

Nafnlaus sagði...

Hjartanlega til hamingju með drenginn - sífellt bætist í íslenskubarnahópinn...hver er svo næst, það er spurning?

Eitt er víst að það verður þrusustuð í næsta get together ef krógarnir verða teknir með...

Hafið það sem allra best!

Nafnlaus sagði...

Heil og sæl. Enn og aftur hjartanlega til hamingju með heilbrigða og fallega son ykkar! Alveg yndislegt.

Ég hlakka nú mikið til að sjá ykkur í eigin persónu í júní ef þið verðið heima þar að segja. Reikna bara með því! Hlakka til að sjá ykkur.
Koss Ragnhildur