laugardagur, maí 03, 2008

Enn og aftur andvaka

Þá er settur dagur liðinn og ég því "komin framyfir" eins og mér var svo skemmtilega tilkynnt með sms-i áðan, sem veldur því að ég get ekki sofið. Ja, eða sms-ið vakti mig og ég gat ekki sofnað aftur. Ég sem hélt að sms sendingar eftir miðnætti legðust niður upp úr 25 ára aldrinum! Til að gera gott úr öllu, sá Addý sér leik á borði og skellti sér fram í stofu, með mjólk og kex, og tók til við ritgerðarsmíðar. Það er þó spurning hve mikið gott kemur út úr skriftum sem unnar eru um fjögurleytið að nóttu til, en vonandi verður eitthvað af þessu brúklegt.

Vildi annars bara öpdeita ykkur. Staðan er góð, komin 40+1 eins og þær ljósurnar segja og hef það fínt. Engir verkir og ekkert sem bendir til fæðingar næsta sólarhringinn, þó maður viti aldrei. Reyndar eru svo margir sem við þekkjum sem eiga afmæli næstu daga, að við getum eiginlega frekar spurt okkur á afmælisdegi hvers barnið komi til með að fæðast, heldur en hvort það hitti á einhvern afmælisdag.
Allavega. Afmælisbörn dagsins í dag eru Sigga Jóna mágkona, Rósa vinkona og Silvía Sól fermingarstelpa og úberbarnapía. Til lukku skvísur!

Ég ætla að athuga hvort ég nái eitthvað að halla mér aftur, áður en skríllinn vaknar. Góða nótt!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég veit alveg að krakkinn vill ekkert koma í þennan heim fyrr en á afmælinu hjá Begga frænda;)
P.s gangi þér vel.!