þriðjudagur, maí 13, 2008

Brjóstamaðurinn Elí Berg

Sonur minn er brjóstamaður mikill núorðið, þrátt fyrir að hafa hafnað brjóstagjöf við sex mánaða aldur. Nú á ég í stökustu vandræðum með gæjann, því hann veit fátt skemmtilegra en að fá að berja brjóst móðurinnar augum og ekki skemmir ef hann nú nær að ýta eða toga í þau líka. Að sjálfsögðu reynir múttan að halda þessu í lágmarki, enda finnst henni þetta heldur óþægileg athygli. Um daginn lágum við tvö uppi í rúmi eftir að guttinn var vaknaður en systirin ekki, þegar hann allt í einu snýr sér að móðurinni og spyr hvort hann megi sjá brjóstin á henni, mömmunni, til að athuga hvort þau væru ennþá flott!
Já, það er spurning hvernig maður getur tekist á við þetta mál...

3 ummæli:

Ágústa sagði...

hahaha algjör yndi þessi börn :)

Nafnlaus sagði...

heheh
ein vinkona mín fór með syni sínum í sturtu, sá stuttu gerði sér lítið fyrir og sagði að brjóstin á mömmu sinni væru löt ! og lyfti undir í leiðinni og sagði þau eru nebbla ekki svona ! :o hehe
þessir strákar byrja snemma að verða brjóstsjúkir :)
Kveðja Margret

Nafnlaus sagði...

Efnilegur litli frændi :-)
Kveðja
Solla