sunnudagur, maí 25, 2008

Smá fréttapistill

Þá er prinsinn orðinn níu daga gamall. Hann sefur eiginlega út í eitt og er obboð vær og góður. Við þökkum honum sérlega mikið fyrir það, sérílagi þar sem hin börnin létu okkur hafa þannig fyrir sér að gangur um gólf fram á nætur var það eina sem dugði til að róa litla kúta. Hann dafnar líka mjög vel, var vigtaður og mældur á föstudaginn, þá viku gamall. Hann er orðin 4 kg. og 55 cm., geri aðrir betur! Heil 140 gr. og 2 cm. á einni viku. Það verður bara að teljast nokkuð gott. Systkini hans juku einnig við vigtina þegar þau voru á þessum aldri, tóku ekkert upp á því að fara niður í þyngd. Trúlega er þetta öllum rjómakökunum að þakka sem móðirin hefur innbyrgt í gegnum tíðina ;)

Annars er búið að negla skírnardagsetningu og fyrir valinu varð afmælisdagur heimasætunnar, sá 8. júní nk. Skvísan á að fá að halda á drengnum undir skírn, enda nauðsynlegt að mikið verði gert úr því að hún taki sem mestan þátt í öllu í sambandi við skírnina, enda er þetta fyrst og fremst hennar afmælisdagur og það má ekki skemma. Við höfðum hugsað okkur að fá sr. Þórir Jökul Íslendingaprest hingað yfir á Fjón að skíra, en þar sem heimaskírnir eru víst bannaðar hér í landi og við hefðum þurft að fá sóknarkirkjuna lánaða, ákváðum við bara að skella skírninni inn í venjulega danska messu í Hjallesekirke, sem er okkar sóknarkirkja og því sú eina sem við getum notast við, að mér skilst. Það fylgir þessari ákvarðanatöku minna vesen og stúss en því að koma prestinum yfir Stórabeltið og redda kirkjunni líka. Til að gera skírnina svolítið íslenskari prentum við bara skírnarsálminn okkar út og það syngja hann allir skírnar- og afmælisveislugestir saman á eftir afmælissöngnum í veislunni hér heima. Það verður heldur betur stuð í veislunni því von er bæði á tengdaforeldrunum, mömmu og ömmu Addý. Svo ég hef góða hjálp þegar kemur að hnallþórubakstrinum! Hehehe...

Jæja, við höfum þetta ekki lengra að sinni, best að drífa sig í ritgerðarvinnu.
Adios amigos!

4 ummæli:

Ágústa sagði...

Gott að litli mann er góður í að lúra sér. Hlakka til að heyra hvaða nafn hann fær.

Nafnlaus sagði...

oh hann er líka bara æði sá litli! Ekkert smá mikið krútt..það kitlaði ansi mikið að fá að knúsast aðeins í honum og dem..ég er bara hálfnuð! hehe
Knús frá Odense N
Tinnsla

Nafnlaus sagði...

ER verið að bíða eftir bökurum Ha?
Auðvitað verður skellt í nokkrar ef ég þekki okkur rétt. 'Eg er að farast úr spennu vakna orðið kl 5,30 þetta er ekki í lagi er það, en mig er farið að langa svo að finna lyktina af honum og knúsa og auðvitað ykkur öll líka.Jæja þarf niður á spítala það grær ekki sárið alltaf sama vesenið á mér ekki satt? Elska ykkur, ykkar amma mamma og líka tengó.

Heiðagella sagði...

Fer ekki alveg að koma nýr fréttapistill....................................