Stjörnuspáin á vel við daginn í dag!
Hrútur: Leiðileg vinna er tækifæri til að kanna ímyndunaraflið. Fáðu þér far með hugmyndafluginu. Þú átt góðar samræður seinni partinn sem þú græðir á.
Er að vinna að blessaða verkefninu, sem ég er löngu orðin alltof þreytt á, og gengur afskaplega hægt að klára. Ekki svo að skilja að efniviðurinn sé leiðinlegur, því fer fjarri, en ég er bara á engan hátt búin að vera stefnd í ritgerðarsmíð undanfarna mánuði. Ég rumpa þessu vonandi af í dag, svo ég geti notið tímans með mömmu, ömmu og tengdó, að ég tali nú ekki um Jódísi og co. líka. Til að auðvelda mér vinnuna sendi ég Helga með eldri gemsana vestur eftir. Hann ætlar að hitta Elísabetu einhvers staðar á Jótlandi þar sem þau hafa mannaskipti, tengdó fer í bílinn hjá Helga og krakkarnir í bílinn hjá Elísabetu og halda áleiðis til Esbjerg, á meðan fullorðna fólkið í hinum bílnum ætlar að skella sér í innkaupaleiðangur á grensann og þaðan í bryggjurölt í Flensborg.
Annars allt gott, kauðinn litli sefur enn á næturnar, þó hann láti stundum hafa fyrir sér á daginn. Hann er farinn að sjá lengra frá sér og þar af leiðandi farinn að una sér betur í fína ömmustólnum sem hann fékk um daginn frá afa sínum og ömmu. Hann er farinn að fylgjast vel með krökkunum, sem honum þykir óskaplega spennandi. Brosin eru farin að birtast á vörum hans og hann er farinn að hjala aðeins, auk þess sem hann er farinn að veita leikföngum svolitla athygli. Hann er tregur við snuðið, en tekur það einstaka sinnum. Svo það gengur allt eins og á að ganga.
Verið sæl að sinni, unginn litli kallar!
fimmtudagur, júní 05, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Vona að þú farir að sjá fyrir endann á verkefninu og getir notið samverunnar með gestunum. Gangi ykkur vel um helgina, hlakka til að sjá ykkur eftir ekkert svo langan tíma :)
- er farin að pakka...
Kv. Ágústa
Skrifa ummæli