Það er ýmislegt sem maður lætur plata sig í! Ég var að koma heim af foreldraráðsfundi í leikskólanum hjá Bríeti Huld. Ég tek það fram að þetta er DANSKT foreldraráð með DÖNSKUMÆLANDI fólki og mér! Þegar á staðinn kom fékk ég mér að sjálfsögðu sæti meðal fundargesta, sem voru átta talsins og ég. Eins og skylda er hafði ég með mér pappír og skriffæri (enda langskólagengið letidýr sem kann bara að útbúa mig fyrir næstu kennslustund). Það voru reginmistök! Ég var gripin glóðvolg við það að draga herlegheitin upp úr töskunni og með það sama kosin ritari fundsins. Það verður gaman að sjá á þeim hinum upplitið þegar þau lesa fundargerðirnar á íslenskuskotinni dönsku. Kannski ágætt að leggja fyrir þau verkefni og athuga hvað þau skilja í okkar ástkæra ylhýra.
Já, það má því segja að ég hafi afkastað miklu eftir að Bríet Huld byrjaði í leikskólanum fyrir hálfu ári síðan, komin í foreldraráð (sem betur fer sem varamaður) og dregin í ritarastarfið á fyrsta fundi, varla skrifandi á tungumálinu! Þetta er töluvert "betra" en heima þar sem það næsta sem ég komst foreldraráðinu á Kirkjubóli var vöfflubakstur á opna húsinu þegar hún var nýbyrjuð!
mánudagur, mars 06, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Alltaf skal maður láta plata sig í svona störf.... Reyndar bara gaman, maður tekur meira þátt með barninu sínu og svonna... Ég er einmitt ritari hjá Eriku Árný ;)
Enn ég þarf ekki að hafa áhyggjur af tungumálinu hehe....
Þú ert náttúrulega bara supermamma er það ekki ;)
gangi þér vel í ritarastarfinu.
kv. Inga Birna
Er ekki svo mikið af innflytjendum í Danmörku að þú hefur verið sú sem líklegust var af viðstöddum til að vera skrifandi á dönsku....smá grín.... Þeir vita sem er að Íslendingar eru miklu duglegri en þeir og þess vegna hafa þeir nappað þig glóðvolga enda afar traustvekjandi kona.
Þú ert auðvitað bara ofurkona sem er ofurdugleg....ég fer ekkert ofan af því....hehe
Hilsen Tinna (sem hefur aldrei verið í foreldraraði)....
Ohh... ég vildi að það væri satt, að ég væri ofurkona og ofurmamma, svo er því miður ekki :(
Gott hjá þér, þetta mundi ég td. aldrei gera en einhver verður og þú verður öruglega sú besta.
kv kristrun og co. frá jyllandi
Skrifa ummæli