föstudagur, mars 10, 2006

Tréklossar

Hvað er málið með klossa? Tréklossa. Ég hélt þeir fyndust varla orðið í dag nema þá á þeirri deild Þjóðminjasafnsins sem tileinkuð er áratugunum upp úr miðri síðustu öld og í Hollandi. Þeir eru ljótir, harðir og skýla manni ekki! Þrátt fyrir þessa ókosti klossanna og mikils úrvals góðs skófatnaðar kjósa margir "samlandar" mínir að ganga í tréklossum og það í snjó og slyddu! Í verkamannavinnu úti við og hvað eina. Þetta er mér gersamlega óskiljanlegt, enda kýs ég heldur skjólbetri skófatnað. Reyndar á ég það nú til að smegja mér í kínaskóna þegar ég er í pilsi, en það er ekki oft og þegar svo ber undir ferðast ég í bíl, ekki á hjóli. Reyndar virðast Danir ekki trúa á veturinn eins og við Íslendingar. Þeir nota hvorki húfur né vettlinga, á meðan við Frónverjar notum hvert tækifærið til að dúða okkur frá toppi til táar, við erum ekkert sérlega "cool" þegar upp er staðið.

Góða helgi gott fólk!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Danir eru svo sparsamir og tréskór bara endast miklu betur en skór úr öðrum efnum. Svo eru þeir ennþá á hippatímanum svo þetta hentar þeirra þjóðarsál vel.

Nafnlaus sagði...

Hann er svo skrítinn þessi þjóðflokkur sem kallast danir. Eyddi ófáum stundum á Strikinu síðustu helgi og ég get svarið það þeir klæða ekki einu sinni börnin sín í vettlinga eða húfur. Það var skítakuldi...þá meina ég kalt! Annað hvert barn sem ég sá var húfulaust, sum á aldri við Marinó, önnur yngri! Jísús kræst...