Heilt og sælt veri fólkið (þ.e.a.s. Gillí og Lilja og hinn sem slæðist einstaka sinnum inn á síðuna)!
Það er talað um að við íslendingar séum ein ríkasta þjóð í heimi. Það getur vel passað þegar litið er á þjóðararfinn, tungumálið. Íslenskan er það alfegursta tungumál sem fyrirfinnst á jarðarkringlunni (á norðurhjara í það minnsta). Spænskan er reyndar mjög falleg líka, en ég hef aldrei verið hrifin af svona "ælu-, vælu-"málum eins og frönsku, en ítalskan finnst mér líka ansi hljómfögur. Auk þess hve íslenskan er hljómfögur og "hrein" er málfræðin ekkert svo slæm nema kannski fyrir útlendinga. Hins vegar er talað um það hve auðvelt það er að læra dönskuna. Ég er þessu ekki sammála. Um þessar mundir er ég nefnilega í hringiðu dönsku hljóðfræðinnar og setningafræðinnar. Ég hef BA-próf í báðum þessum fögum (reyndar á íslensku) og mér reynist það þrautinni þyngra að skilja hvað fram fer í tímunum. Við stelpurnar unnum t.a.m. alla helgina að verkefni sem átti einungis að taka u.þ.b. tvo tíma! Okkur var hvorki unnt að klára verkefnið né hafa það sem við þó leystum hárrétt! Taka ber fram að hópurinn samanstendur af þremur dönskum píum og tveimur íslenskum skutlum, þannig að ekki er hægt að skella skuldinni einungis á það að við höfum annað tungumál en dönsku að móðurmáli. Hér eru nefnilega reglur á reglur ofan og þó það fyrirfinnist margar undantekningar af setningarfræðireglum og hljóðfræðireglum í íslensku þá eru þær "pís of keik" miðað við þær dönsku. Ég er líka búin að komast að því að það á að innleiða sérhljóðkerfið íslenska inn í öll önnur tungumál (sérstkalega í dönskuna) það eru svona um það bil tíu útgáfur af o-i hérna, ég heyri aldrei muninn og það pirrar mig!
Að öðru skemmtilegra. Ég er að drepast úr harðsperrum! Eftir sund! Hver hefði getað trúað því að maður gæti haft svona hrikalegar harðsperrur eftir sundsprett! Gærdagurinn hófst sem sagt á því að ég tók sundsprett í lauginni sem tilheyrir háskólanum. Að sjálfsögðu synti ég eins og ég er vön, langsum yfir laugina. Eftir tvær ferðir fram og tvær til baka gekk sundlaugarvörðurinn að mér, hnippti í mig og bað mig vinsamlegast um að synda þvert yfir laugina eins og allir hinir! Já, ég hafði velt því fyrir mér hvers lags eiginlega þetta væri, ég var sú eina sem synti í rétta átt! Það kom mér ekki til hugar að ég væri sú eina sem synti í öfuga átt! Þrátt fyrir þessar ógöngur reyndist þetta svo vel að ég ákvað að endurtaka leikinn í dag (gerði líka misheppnaða tilraun til að losna við harðsperrurnar eftir gærdaginn með því að synda þær af mér, það tókst ekki betur en svo að þær mögnuðust um allan helming). Það kom því berlega í ljós að ég er í hræðilegu formi. Ég held því að málið sé bara að stinga sér til sunds þá daga sem ég sæki tíma í þeirri von um að þolið aukist og að ég komist í betra form.
Jæja, best að fara að sinna grislingunum.
Bið að heilsa í bili.
þriðjudagur, mars 28, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Nú er það ákveðið, eftir að kona með reynslu tjáði sig um fjan..dönskuna þá vil ég leggja til að við innleiðum...ekki einungis norska vinnulöggjöf...heldur og einnig...norsku í staðin fyrir dönsku í skólunum. Norska er miklu auðskildari og líkari íslensku en danska, auk þess erum við af norsku bergi brotin ekki dönsku. Danir eiga ekkert upp í erminni hjá okkur nema síður sé (sbr. kúgun og niðurlægingu), svo ég skora á skólayfirvöld að skipta snarlega um mál. Það væri líka töff að læra norsku...so mycket. Sundkonur eru með þeim flottari, gefur fagran vöxt og hraustlegt útlit. Ánægð með þig.
Hæ hæ,
er komin með betri tengingu, er að prufa í mánuð og líkar vel! (er búin að vera með tenginguna í hálftíma hehe).
Gott hjá þér að synda, er ein besta hreyfingin og ég skil nú ekki hvað daninn er að pæla að synda þversum, ertu ekki bara með harðsperrur eftir að spyrna þér í bakkann í tíma og ótíma!!?
bestustu kveðjur,
Lísa
Heyr heyr...Danskan sucks..(stundum) hi hi
Hils Tinna
Dugleg ertu bara farin að synda, ég hef nú lengi vel verið dugleg að hreyfa mig en aldrei getað farið í sund að synda hef prófað en á ekki við mig ligg bara í heitapottunum miklu betra ;). Við förum til ísl. á Fimmtudaginn í næstu viku á sjálfan afmælisdag Daníels og er ég því að spá að hafa smá afmæliskaffi á miðvikudeginum og er ykkur hér með boðið. kv. kristrun og co.
Esskan, ég hugsa að eftir 3 til 4 Breezer, sem þú ert svo mikið fyrir, þá skipta allir þessir sér og sam og sundurhljóðar ekki nokkru einasta máli.... málið verður mun skiljanlegra og skapið betra yfir heimaverkefnunum...
Vona að harðsperrurnar breytist ekki í eitthvað verra, sinadrátt og sundfit.....
kys kys kære ven
heiðagella
Hey ég er alltaf að kíkja á síðuna :)
En þetta með sundið er alveg satt...ég er í svona átaki - sem gengur reyndar ekki alltof vel, en engu að síður þá stefni ég á að synda 2-3 í viku. Um daginn tók ég svo á því að ég var með massa harðsperrur í rassinum daginn eftir...og nei þær fara ekki með því að synda meira! Maður er reyndar fljótur að venjast og sleppa við harðsperrurnar..en sundið virkar - ó já já.
Bæði sund og sérhljóðar eru sérdeilis góð sport. Hér í svíþjóð eru líka alltof margir sérhljóðar sem ég kann ekki skil á... og varðandi dönskuna og norskuna þá er sænskan líka léttari en danskan það er ég alveg hár viss um. Maður skilur í.þ.m. hvenær einu orði líkur og annað byrjar.
kveðja
Sigrún
Skrifa ummæli