Hvað er málið með skatta og gjöld flugfélaganna? Nú er allt fallið í ljúfa löð vegna þessara gjalda þar sem búið að er að smella þeim inn í heildarverð flugfarsins frá byrjun bókunar, í það minnsta hjá Icelandair. Það er annað sem mig fýsir að vita og það er hvað þessi gjöld eru í raun og veru. Skatta skilur maður, en hvað eru þessi gjöld? Ég vil fá að sjá sundurliðun á því hvað skattarnir eru háir og hvað gjöldin eru há og fyrir það fyrsta hverjir fá gjöldin og ef það eru flugfélögin sjálf, sem líklegast er, þá furða ég mig mikið á því hvers vegna. Erum við ekki búin að greiða fyrir ferðina til flugfélaganna með því að greiða flugfarið? Ég veit ekki betur en að það séu gjöld fyrir flugerðina.
Ég skil þetta hreinlega ekki. Svo ef einhver kann betur skil á þessu máli en vefmiðlarnir íslensku þá má sá hinn sami gera athugasemd þar um.
miðvikudagur, febrúar 28, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Þetta eru lendingar- og þjónustugjöld á flugvöllunum, svo eru þau mishá eftir því hvað flugvöllur á í hlut. Þú borgar ákveðið gjald fyrir að lenda og svo meira ef farþegarnir fara frá borði. Lennti illa í því á leið minni til Kúbu, millilenntum í Halifax og fengur ekki að fara frá borði, úr steikjandi hita í vélinni þar sem sætin voru svo þétt sett að við vorum eins og síld í tunnu. Heimsferðir höfðu ekki pantað rana sennilega til að sleppa við að borga þjónustugjöldin. Það tók 2 tíma að fylla á vélina og fólk var nær dauða en lífi um borð. Þarna var s.s. verið að spara á kostnað þægindana. Skattarnir eru ríkisgjöld sem eru leyfisgjöld fyrir rekstri.
Ok, takk fyrir þetta Gillí. Þá skilur maður þetta frekar. Ég hef hreinlega aldrei vitað fyrir hvað væri verið að taka gjöld. Ég vissi af einhverjum flugvallasköttum en það var líka bara það. Ég er svo obboð ódugleg við að ferðast svo ég hef lítið velt mér upp úr þessum kostnaði þar til nú eftir að við erum flutt hingað og skoðum reglulega flug til og frá klakanum.
Skrifa ummæli