Helgin er búin að vera góð. Hún átti að mestu að fara í lestur fyrir prófið sem ég tek þann 14. júní nk., en eitthvað skolaðist það til. Reyndar er ég búin að lesa eitthvað, þó ekki sé það sérlega mikið. Leti er trúlega það orð sem mest lýsir ástandi heimilisins síðustu daga. Ég réðist þó á mount þvott í gærkvöldi og náði að brjóta því saman og koma því á rétta staði, sem telst til kraftaverka! Vikugamlir kexbitar og pepperónísneiðar fengu flugferð af gólfinu í ruslið. Svo nú er heimilið farið að líkjast heimili. Karlinn ætlar að verðlauna okkur með ferð út í bakarí. Þó svo við höfum étið yfir okkur af köku hjá Kristrúnu og co. í gærdag er ekki þar með sagt að kökukvótinn sé búinn! Ó nei! Auk þess fórum við á mis við útskriftarveisluna hjá Bergi bró í fyrradag, svo einhvern veginn verðum við að bæta okkur það upp.
Vonandi áttuð þið góða helgi!
Es. Einhver tiltekarpúki er hlaupinn í mig og sökum þess hef ég sett nokkrar nýjar krækjur undir "Áhugaverðir vefir", fyrir þá sem vilja kynna sér það nánar.
Fyrir áhugasama eru komnar inn nýjar myndir á síðuna hjá börnunum, sjá tengil hér til vinstri.
mánudagur, maí 28, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli