þriðjudagur, maí 29, 2007

Matvendi

Ég var heimsk og mamma klók þegar ég var lítil (það er nú reyndar þannig ennþá, en það er annað mál). Ég man að ég spurði alltaf þegar hún var að elda hvað væri í matinn, það gera börnin mín líka. Þegar ég hafði svo fengið svar við þeirri spurningu spurði ég hvort mér þætti viðkomandi réttur góður. Ávallt sagði mamma já og ég trúði því, en skildi þó ekkert í því hvað ég átti marga uppáhaldsrétti! Börnin mín eru ekki eins vitlaus og ég var, því miður. Ef ekki er um hamborgara, pylsur eða pítsur að ræða er nok sama hvaða matur er borinn fyrir þau, þau fussa og sveia.

Mikið vildi ég óska þess að ég væri gædd gáfum móður minnar og kæmi matnum ofan í gemlingana.

4 ummæli:

Heiðagella sagði...

held þetta hafi EKKERT með greindarfar móður að gera... börnin hafa bara fengið of mikið að "gáfuefni" í þessum annars fussumsvei mat sem þau setja oní sig...... þú ert svo ágæt esskan mín.. tak fyrir sundið sömuleiðis...
heiðagella

Nafnlaus sagði...

Segðu þeim bara að maturinn sem þú ert að elda sé svo vondur að þú viljir ekki gefa þeim hann, þau fái því ekki neitt að borða í þetta skipti. Kannski verður maturinn þá svo spennandi að þau ákveða að borða....allt sem mamma og pabbi mega bara gera hlýtur að vera æðislegt. Palli vandi Ívar son sinn af matvendni með því að pína hann til að smakka allt, það varð með tímanum til þess að drengurinn borðar allt..næstum því.

Arnar Thor sagði...

Settu einhverjar ofurhetjur í samhengi við matinn...til dæmis "Spiderman" kjötbollur eða Línu Langsokkur eggjahræra...virkar stundum hjá mér og meira að segja á sjálfan mig.

Nafnlaus sagði...

mamma mín var ekki svona hugmyndarík að framreiða svona ofurhetjumat en var svo heppin að Leppalúði beið oft inn í búri eftir óþekkum krakka sem ekki vildi klára hræringinn sinn hehehe. Það er oft sama vandamálið heima hjá mér nema ef það heitir ekki grjónagrautur eða makkarónugrautur þá er matarlystin ekki mikil. Ég þarf að prófa þetta með ofurhetjurnar, mun örugglega virka!

Kveðjur,

Lísa skvís