Ég fór í nokkuð gott evróvisjónpartý í gær til Heiðu á Slöttílane, þó svo úrslit keppninnar hefðu ekki verið sem ákjósanlegust fyrir okkur Vestur-Evrópubúa. Í partýinu voru samankomnir margir þekktustu flytjenda evróvisjónkeppninnar fyrr og síðar. Þeir sem vilja sjá myndir af herlegheitunum geta farið inn á síðuna hennar Heiðu.
Ég verð líka að viðurkenna að úrslit kosninganna heima ullu heldur miklum vonbrigðum, þó ekki tjái ég mig meira um það að sinni.
sunnudagur, maí 13, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Vá svaka stuð, við verðum að toppa þetta hjá Lísu á næsta ári, við erum greinilega ekki að standa okkur í alvöru stemmingu. Ætli það sé danski bjórinn sem geri menn svvona villta...
Ég hef áhyggjur af einu! ... bara eitt lítið atriði! ... tókuð þið þessi föt með ykkur þegar þið fluttuð búslóðina? *garg* ég hló svo dátt ;)
Kveðja, Milla
Skrifa ummæli