fimmtudagur, júlí 19, 2007

Vandræði

Vinkona mín og sambloggari, Xu Jinglei hefur á innan við sexhundruð dögum fengið 100 milljónir heimsókna. Hún fjallar hvorki um kynlíf né er bloggið hennar yfirfullt af kjaftasögum, heldur skrifar hún um daglegt líf sitt og vangaveltur. Ég geri það nákvæmlega sama en fæ þó ekki svo margar heimsóknir. Hver skyldi vandinn vera? Ég held að hundurinn liggi grafinn í því að bloggið hennar er á kínversku, svo íslenskir blaðamenn hafa í raun ekki hugmynd um hvað fram fer inni á síðunni! Annars hlýtur uppspretta fréttarinnar að vera af öðru bergi brotin en íslensku, ekki þó svo að skilja að ég trúi íslenskum blaðamönnum ekki til að skilja kínverskt letur, heldur held ég að það sé nóg að gera hjá þeim í því að finna "alvöru" fréttir þarna á Íslandinu, svo þeir hafa varla tíma til þess að garfa í því hvaða bloggsíða á veraldarvefnum fær mestar heimsóknir.

Allavega. Ég er í pinku bobba. Helgi keypti sér græna Kermit Adidasskó á ebay um daginn. Við greiddum í gegnum svokallað PayPal með fína gullkoritinu okkar íslenska. Peningurinn var tekinn út af kortinu, en stuttu síðar fengum við tölvupóst frá seljandanum þess eðlis að eitthvað væri að kortinu. Frekar furðulegt þar sem búið var að taka upphæðina út af því. Ég fór því í könnunarleiðangur um PayPalreikninginn okkar og þar kom í ljós að greiðslan væri í athugun. Það eina sem við höfum heyrt er frá seljandanum, þó svo að ég sé búin að senda fyrirspurn um greiðsluna og hvað ég eigi að gera til PayPal. Ekkert svar hefur enn borist. Mér þykir þetta svolítið leitt, því í raun erum við búin að greiða, en seljandi hefur ekki móttekið greiðslu og heimtar að við sendum henni evrur með pósti þar sem hún hefur fengið tölvupóst þess efnis að peningurinn verði lagður inn á okkur aftur frá PayPal. Nú eru liðnar tvær vikur síðan skórnir voru keyptir og næstum jafn langur tími síðan þeir bárust, því sendingin kom næstum með það sama. Við erum því svolítið á milli steins og sleggju, því ekki viljum við stela og heldur ekki tvígreiða fyrir hlutinn. Spurningin er bara hvort maður haldi sig bara ekki við gamaldags búðarverslun héðan í frá.

Hasta luego amigos!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ skvís
Takk fyrir síðast, ja öll þrjú skiptin. Við erum komin heim á skerið aftur, laus við trén, hitann, sólina og "verð að muna eftir að kaupa þetta líka" tilfinninguna - hehe! Skál!

Leitt að heyra um skóna, þeir eru geggjaðir. Þú verður eiginlega að sýna mynd af þeim. Fúlt að lenda í svona vanda yfir einhverju annars svo einföldu.

Með kveðju af Tjarnarbrautinni
Milla ;)

Nafnlaus sagði...

Þú verður bara að bíða eftir að sjá hvort peningurinn verður lagður inn, ef svo þá getur þú sent evrur en ekki fyrr. Já og svo væri gaman að sjá skóna....

Heiðagella sagði...

bara svona rétt að kvitta fyrir innlit/útlit (og líka svona til að geta loggað mig inná blogger, þar sem kerfið er eitthvað að fokkast í mér, ég get ekki loggast inn, nema ég skrái einhverstaðar komment inn fyrst...)
kys Heiðagella

Nafnlaus sagði...

jæja nú er það bara vika....
en uge hahaha
kv
Hrönnslan

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir síðast, kveðja Ósk (vinkona Heiðu)