Enn er reynt á þolinmæði okkar talmeinafræðinema við SDU! Í gær mættum við galvaskar (og Mark líka, að sjálfsögðu) í tíma eftir nýafstaðið haustfrí. Á móti okkur tók hún Jytte sem er yfir aðalfaginu okkar sem heitir Sprog- og talevanskeligheder med klinik II, og fjallar að mestu um stam, málstol og læbe-, kæbe-, ganespælte (sem er það sama og skarð í vör, höku og góm). Þannig var nefnilega mál með vexti að hann Thorstein, sá færeyski, ákvað að hætta við að kenna okkur um málstol, eins og hann hafði lofað. Hann hafði kennt okkur tvisvar eða þrisvar og ákvað að þetta væri of mikið álag á sig og sagði því starfinu lausu, okkur til mikillar gleði... eða þannig! Aumingjast Jytte mátti því gjöra svo vel að leita að nýjum kennurum fyrir okkur og henni tókst það en við fáum fyrst kennslu í næstu viku í staðinn fyrir í þessari viku, en tímana eigum við að fá, alla sem einn. Þetta er ekki fyrsta skiptið á þessari önn sem kennarar hoppa frá kennslu hjá okkur, en það hefur sem betur fer bara gerst áður en kennsla í þeirri grein sem kennarinn átti að kenna okkur í hefst. Þeir voru víst nokkrir í upphafi annar sem sögðu fyrst já en breyttu í nei þegar líða tók að kennslu. Ótrúlegt.
Ég vona svo sannarlega að þetta komi nú til að haldast eins og það á að vera út önnina, það eru ekki nema tæpir tveir mánuðir eftir af kennslu!
miðvikudagur, október 24, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Algerlega ÓÞOLandi...
Knús Tinna
OBOY! Það er naumast að þið eruð erfið! ég hef oftast heyrt að nemendurnir flosni upp en ekki kennararnir. Reyndar hætti einn einu sinni að kenna mínum bekk þegar ég var 11 ára. Í dag á sá flótti skýringu og faglegt heiti - "einelti á kennara!" Við vorum látin splæsa í Macintosh ...
Skrifa ummæli