Við erum búin að bóka hótel í London. Völdum þetta eiginlega þar sem ég var orðin nokkuð þreytt og nett pirruð á vafrinu á milli ólíkra hótelsíðna í leit að hinu fullkomna hóteli fyrir okkur hjónin. Ég ákvað að það fyndist ekki og lét gott heita þegar ég fann þetta sem leit allt í lagi út. Ég sá okkur ekki fyrir mér sitjandi inni á einhverju highclass hóteli inn á milli papparassanna og fræga fólksins sem þeir elta. Kósý stemning á betur við okkur.
Annars hljóðar dagskrá helgarinnar upp á Legolandsferð, fjólubláttafmælispartý hjá Tinnu og trúlega mjög svo Bratztengt afmælisboð hjá Karítas Kristel.
Eigið góða helgi.
laugardagur, október 06, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
til lukku með hótelið og allt það
get mælt með amk 2 veitingastöðum í Lúndúnum og svo hef ég heyrt að mötuneytið í Buckingham höll sé alveg til að lifa með.
Líst vel á þetta. Verður örugglega mjög kósý.
Mér finnst þetta líta út fyrir að vera notalegt og kósý hótel. Ég segi nú bara góða skemmtun og eigið góða og rómantíska helgi í nóvember.
Kveðja frá Læknum, Milla
Skrifa ummæli