miðvikudagur, október 17, 2007

Af ýmsu

Þá eru Inga Birna, Helgi Þór og Sveinn Elí búin að kíkja á okkur þetta árið. Það var notó að fá þau. Þau voru svo elskuleg að gefa okkur SS-pylsur og nóg af þeim og þær hökkuðum við í okkur í gærkvöldi með góðri list, okkur til aðstoðar var Heiða gella, hún át þó ekki nema eina, sem verður að teljast heldur dræmt sé til þess litið að um íslenksan þjóðarrétt er að ræða! Ummmm... hvað þær voru góðar puuuuuulsurnar.
Haustfríið gengur ágætlega, búið að hanga svolítið, reyna að lesa og hanga aðeins meira. Börnin voru leyst undan þeirri kvöð að dvelja heima með múttu alla vikuna og fóru glöð í bragði í leikskólann í dag og í gær, spurning hvað ég geri á morgun, en þau verða í fríi á föstudaginn. Við höfum verið að drattast af stað um tíu leytið og sækja þau um þrjú, svo ekki er hægt að segja að þeim sé pískað út, enda kósýheit í leikskólanum þar sem fá börn eru þessa dagana.
Allt er við það sama hjá Helga í vinnunni þó frí sé í skólum, hann þarf jú að vinna fyrir neyslu minni, enda 10% afsláttur í H&M á netinu og kerla þarf að fata börnin upp.
Bríet Huld er loksins búin að fá tíma í ómun svo hægt sé að athuga hvort í lagi sé með nýrun hennar. Hún vætir sig svo oft, hvort sem er á næturnar eða á daginn. Þó svo við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að fá hana sem oftast á salernið, en það virkar bara ekki. Nú er ég búin að fara þrisvar eða fjórum sinnum til læknis með hana vegna þessa og loksins var sá læknir sem tók á móti okkur til í að gera eitthvað frekar en að benda okkur á að setja hana oftar og oftar á klóesettið. Vonandi verður þetta vandamál leyst áður en skvísan byrjar í skóla, börn geta verið svo ljót hvert við annað og smáræði sem þetta getur háð henni í vinatengslum og öðru slíku.

Læt fylgja mynd af lopapilsinu sem ég prjónaði mér um daginn. Myndin er sérlega ætluð múttu.
Þar til næst...

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

úllala en flott pils! Stendur þig vel, ég er ekki komin lengra en það að hugsa um að fara að prjóna mér eitthvað ;o)
Öfunda þig af því að vera í fríi...væri gott að kúra með góða bók í stað þess að vera í vinnunni.
Vonandi kemur eitthvað út úr þessari ómum hjá Bríeti Huld og það verði þá hægt að gera eitthvað í þessu vandamáli. Ég er sammála þér með að það er betra að vera búin að fá lausn áður en skólinn byrjar. Krakkar geta verið svo vægðarlausir og hafa náttúrulega ekki þroska til annars.

En knús til ykkar allra!

Lísa

Nafnlaus sagði...

Hefur þú svo líka tíma til að prjóna ofan á allt annað...jeminn. Flott pils, er þetta þín hönnun? Gætir kannski komið þessu í framleiðslu og sölu í íslensku hönnunarbúðunum í Köben. Vona svo að þeir fari að finna hvað er að barninu, ótrúlegt hvað allt tekur langan tíma, skil ekki afhverju það er bara ekki hægt að tékka á öllu strax og útiloka þá einhverjar sýkingar, sjúkdóma eða annað......úff..heilbrigðiskerfi.....
Bæ í bili.
Knús
Gillí

Nafnlaus sagði...

Sá konu í nákvæmlega svona pilsi í Kringlunni í dag, rosalega flott.

Addý Guðjóns sagði...

Já, þetta eru nefnilega þrusuflott pils. Því miður ekki mín uppfinning samt. Ég er ekki svo hugmyndarík :(

Heiðagella sagði...

Stórgott pils og gottí skítakuldanum sem er þessa dagana (og ég á svona líka, ligga ligga lái..)
Kv. Heiðagella, og já TAkk fyrir pulsuna, ansi góð :o)