fimmtudagur, nóvember 29, 2007
Leikhorn í verslunum
Mér hefur reyndar oft dottið þetta í hug. Reyndar er ég sammála því að svona sjónvarpshorn eigi ekki heima í matvöruverslunum, en það væri kærkomið í H&M t.a.m. Mikið yrði Helgi minn glaður og það sem betra er, ég fengi tíma til að þukla á öllum spjörunum, án þess að hafa karlinn dragandi lappirnar á eftir sér með fýlusvip á vör, sökum skemmtanaleysis innkaupaferðarinnar. Hingað til hef ég þó leyst þetta vandamál þannig að hann er geymdur heima ásamt börnum á meðan ég fæ að njóta mín í Rose eða miðbænum ;) Þrátt fyrir umræðu um misrétti, þar sem ég er að mestu leyti sammála jafnréttissinnum, verðum við jú líka að viðurkenna muninn á körlum og konum. Flestum okkar kvennanna þykir skemmtilegra en körlunum í búðunum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
9 ummæli:
Þetta er ekki ónýtt.. En sófinn í Arhus er líka ansi hentugur. Ég hefði ekki hatað að hafa hann þegar ég fór að versla með Rebbunni hérna um árið..:)
http://www.youtube.com/watch?v=ZKw9mYqOwn8
Haleljua HaleljUa........
Heyrðu, þeir opnuðu Toy'or'us hér um daginn og mikið ofboðslega hefði ég viljað sjá svona mömmuhorn þar ... vantar alveg svona svona notalega stóla um búðina sem hentar þreyttum mæðrum sem finna það sér og börnum sínum það til dundurs að fara í dótabúðir í frítímanum þegar amma má ekki vera að því að taka á móti gestum ... hm!
Kv, Milla ;)
Hahahaha... þetta væri líka sniðugt. Hver segir að Ævintýralandið sé nauðsynlegt þegar maður hefur Toys'r'us?
Hæ Addý mín.
Ég er nú bara farin að halda að ég sé með meira af karl-hormónum í mér heldur en kvenhormónum því ég er sko EKKI þessi búðar-rápa-manneskja, fer ekki í búðir nema í algjörri neyð, væri sko alveg til í að rétta einhverjum pening og láta kaupa fyrir mig jólagjafirnar.
Með hormóna-kveðju
Sigfríð frænka ;-)
Hæ hæ,
ég er algjörlega sammála þessu og ég veit ekki hvað er verið að tala um búðarrápargleði hjá kvenfólki - ef það er verið að skoða eitthvað sem aðilinn hefur áhuga á þá er verslunargleðin engu minni hjá körlum. Hafið þið ekki upplifað það að fara í bílabúðir eða varahlutaverslanir og það hellist yfir ykkur þessi ótrúlega þreyta og óþol í fótunum...þar veitti ekki af að hafa svona konuhorn með slúðurblöðum og kaffivél.
Þar eru karlarnir ekkert þreyttir eða með fýlusvip ha ha
Kveðjur,
Lísa
Hahaha... Nei, Lísa það er rétt! Enda hugsaði ég það líka með mér að konuhorn í Bauhaus eða Húsasmiðjunni væri eitthvað sem vert væri að skoða ;)
He! ... það er búsáhaldadeild í Húsasmiðjunni ;) En ég er sammála Lísu, say no more!
Kveðja, Milla
Addý! mér finnst gaman að versla. Á ég að láta kíkja á mig þar sem ég svona tæknilega séð er karlmaður.
áhyggjufullur,
Arnar Thor
Skrifa ummæli