Þar sem almennar umræður duga greinilega lítið til að fá athugasemd frá þeim örfáu sem hér við staldra, reyni ég aðrar leiðir.
7:15, ég vaknaði, tók til nesti handa börnunum og vakti þau. Skúli fúli og prinsessan vildu í föt áður en þau borðuðu, sem er mjög sjaldgæft. Þau fengu sér Cheerios og kaldan hafragraut (sem er hræðilegur; köldum hafragrjónum er skellt í skál og mjólk sett yfir, ásamt smá slurki af sykri, ojojojoj), ég fékk Cheerios, leist ekkert á grautinn.
8:20, öllum skellt í útiföt og haldið af stað í leikskólann. Í dag hjóluðu börnin, en ég gekk. Átti fullt í fangi með að koma í veg fyrir það að hjálpardekkin á hjólinu hans Elís Bergs færu ofan í einhverja skoruna á gangstéttinni og hann dytti, þau standa svo svakalega langt út fyrir hjólið blessuð hjálpardekkin. Við komumst heil og höldnu í Bolden þar sem Marie og Allan á rød stue voru mætt til að taka á móti gemlingunum mínum. Elskulega amman í eldhúsinu var líka komin og hún spjallar alltaf svolítið við mann, er alveg með Íslandsferðina okkar á hreinu og hefur mikinn áhuga á öllu fólkinu í leikskólanum, frábært alveg.
Skil á börnunum taka yfirleitt í það minnsta hálftíma, þar sem tveggja mínútuna hjólaferð fyrir fullorðinn tekur oftast ívið lengri tíma fyrir óstálpuð börn, með litla leggi, sem stíga ekki eins hratt og örugglega á pedalana. Spjall við starfsfólkið er líka órjúfanlegur þáttur af prógramminu. Í dag átti að skjótast með ungana í dýragarðinn á tveimur Christiania hjólum. Þar sitja börnin spennt með öryggisbeltum í kassa framan á hjóli þar sem sæti eru fyrir fjóra, og einn fullorðinn hjólar. Gaman saman!
Þegar heim kom gekk ég frá eldhúsinu, setti í þvottavél og hlammaði mér fyrir framan tölvuna að því loknu. Þar hitti ég nokkra velvalda vini á msn og spjallaði í smá stund. Skoðaði helstu fréttir dagsins, sem ég get ómögulega munað hverjar voru, fyrir utan fréttina um að Fidel Castro sé búinn að segja af sér. Ég lokaði því næst tölvunni og náði mér í Harðaskafa eftir Arnald, sem ég byrjaði á í gær. Steinsofnaði svo í sófanum inni í stofu og er hér mætt með tebolla og kex, þar sem ekkert brauð er til á heimilinu og ég nenni ekki í búðina að gera stórinnkaup á hjóli. Því fá innkaupin að bíða þess að Helgi komi heim á drossíunni.
Þetta var mjög óvenjulegur fyrripartur dags í lífi mínu. Vanalega þarf ég að mæta eitthvert og gera eitthvað, í dag gerði ég ekkert!
Kvittið svo, annars hrynur á ykkur færslum sem þessari!
þriðjudagur, febrúar 19, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Kvitti kvitt, hef ekki farið bloggrúnt lengi sökum anna (eða þannig). Er að lesa mig til baka um 10 daga, brjálað að gera :)
Varð ekkert úr því að ég hringdi í þig meðan þú varst hér, vildi ekki bjóða ykkur í pestina sem lagði heimilismeðlimi hvern á fætur öðrum!
Við hjónin vorum annars að átta okkur á því hversu stuttur tími væri í væntanlega flutninga svo nú þurfum við að spýta í lófana og fara að gera eitthvað í málunum. Svo þið megið búast við símtali á næstunni... byrjið að hlakka til hahaha
Bestu kveðjur úr slyddu/snjó og endalausum lægðum,
Ágústa
HÆ HÆ dúllan mín
bara rétt svona að kvitta láta vita að ég kíkti hér inn sem snöggvast ;-) ennnn sjáumst um helgina, hlakka MIKIÐ til að hitta ykkur öll.
þangað til knúsi knús á línuna
kveðja Sigfríð frænka
sæl elskan og takk fyrir síðast bara gaman . enn vonandi getur þú komið með okkur systrum og Höllu í léttan dinner á laugardaginn það væri nú voða gaman að hittast aðeins við yfir bjór,,, en þú smá kók hahaha sjáumst allavega í odense um helgina love u.kveðja berglind frænka.
biddu Bjór.... ?????
Ég vel Hvítt eða rautt allavega til að byrja með.
Hva Addý eins og þú getir ekki drukkið eina til tvær flöskur ??? hehehehehehehe .....
Sko af kók ;) á meðan við hinar fáum okkur hvítt, rautt, bjór eða eitthvað af kokteilum á staðnum sem við getum svo kíkt á ;)
Ég er nú alveg pínu dugleg að kvitta ;)
Skrifa ummæli