Hversdagsleikinn er tekinn við, en þó ekki kominn í fastar skorður þar sem drengurinn á heimilinu er búinn að vera lasinn síðan í fyrrakvöld. Daman skaust þó í leikskólann í gær til að hitta vinina, en ákvað að vera heima í dag. Kósýheitin eru óneitanlega mikil og letin sem þeim fylgir eykst með hverjum tímanum sem líður. Mount Þvottur virðist óyfirstíganlegt fyrir óvana göngugarpa eins og mig og fær að bíða betri þáttaraðar í sjónvarpinu, svo hugurinn verði einhvers staðar annars staðar en á sjálfu fjallinu á meðan það hverfur milli handa minna og verður að vel samanbrotnum bunkum hér og hvar.
Nú hangi ég fyrir framan tölvuna á meðan börnin hugga sig við horf á Latabæ. Annars sá heimasætan til þess að móðirin hefði eitthvað fyrir stafni á meðan engin er praktíkin og sendi mig út í búð að kaupa garn í kjól á Babyborn dúkkuna. Rauður skyldi hann verða, eins og kjólinn sem Erika Árný á að fá frá ömmu sinni. Fínt mál, en það sést greinilega á handbragði móðurinnar að hún er vanari að prjóna með grófari prjónum en þeim númer 3. Sem betur fer er þetta einkum ætlað til dúkkuleikja.
Ætli ég noti ekki tækifærið, fyrst ég er að pikka þetta, og þakki fyrir alla gestrisnina sem við nutum góðs af á Íslandi! Takk kærlega fyrir okkur!
miðvikudagur, febrúar 13, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Já Það er alveg magnað að það skuli ekki vera nóg að setja í þvottavél og hengja það upp til þerris, alveg magnað, ekki það skemmtilegasta sem maður gerir að brjóta saman þvott og hvað þá að ganga frá þessu öllu saman, og það sem meira er að aldrei fær maður pásu frá þvottinum hehehe..... Ekki nema kannski maður verði svo ríkur að henda bara skítugum fötum og kaupa ný ;) Hugsa að við myndum nú samt aldrei gera það elsku frænka ;)
Takk fyrir komuna í gær og kjólinn alveg rosalega flottur og húfan líka ;) gangi þér vel í prjónaskapnum, veit að þetta verður flott hjá þér, þú ert svo myndarleg með prjónana ;)
Og Addý mín, þú ert yndislega falleg svona ólétt ;) það geislar af þér ;)
Kveðja frá sætu skvísunum sem eru hálf lasnar í Seden Syd
Skrifa ummæli