Nýi bíllinn er kominn heim. Við sóttum hann í gær, ókum á gamlanum og skiptum um bíl, þó ekki alveg á sléttu! Hvílíkur munur, maður situr hátt og sér langt. Hins vegar þarf ég að æfa mig að aka bílnum, hann er nokkuð breiðari en gamla druslan. En hann er kaggi! Svona, eins og famelíukaggar gerast bestir! Hehe... Myndir af honum birtast sennilega brátt inni á barnalandssíðunni hjá gemsunum, ásamt sveitamyndunum sem komnar eru í hús.
Dagskrá helgarinnar felst mikið í því að aka um og prófa bílinn, athuga hve lengi maður er að keyra til Ørbæk, þar sem ég verð í praktík næstu þrjár vikurnar, og skoða eitthvað meira af Fjóni, geri ég ráð fyrir.
Annars fór ég til ljósunnar í gær, sem góðlátlega gerði mér grein fyrir því að ég væri ekki að fara að skrifa BA-ritgerð í vor. Ef ritgerðin hefði verið praktíkurlaus, hefðu málin horfið öðruvísi við, en stressið verður að hennar mati of mikið og það er aldrei að vita hvað getur gerst þegar unnið er með fólk sem fengið hefur heilaskaða. Svo nú er ég að reyna að komast í starfsnám í byrjun haustannarinnar. Þá getur Helgi líka verið heima í þessar fjórar vikur sem starfsnámið telur og ég get svo skrifað ritgerðina eftir það. Spurning hvað LÍN segir við þessu öllu saman. Þetta reddast, eins og Íslendingar orða alltaf svo skemmtilega ;)
Nú styttist heldur betur í komu Ingu Birnu, sem ætlar að skjóta öllum ref fyrir rass og mæta í fimmtu heimsóknina hingað út! Það verður ljúft að fá kerluna hingað. Fara til Boggu í Köben og fá okkur eitthvað gott að borða og hafa það notó saman. Koma svo hingað til Óðinsvéa og halda áfram að hafa það kósý. Ég hlakka mikið til næstu viku!
föstudagur, febrúar 22, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Takk fyrir síðast!!
Til hamingju með drossíuna, alltaf gaman að eignast slíka! Já úff Lín-say no more!! Er nú sjálf alveg hætt að skilja í þeim þeir eru eins og tvíeggja sverð!!
Bestu kveðjur Lilja
hæ elskurnar mínar.
Til lukku með nýja kaggann, ég ætla bara rétt að vona að maður fái að sjá gripinn um helgina.....en þú ert vonandi búin að gera klárt fyrir annað kvöld ;-)
er það ekki alveg öruggt????
Sé ykkur vonandi bara STRAX á morgun.
Lendum í Odense kl. 15:03 sko ;-)
Hlakka til að sjá ykkur...
stórt knús þangað til.
kveðja Sigfríð frænkubeib
Hæ og hó.
Til hamingju með nýja bílinn! Það er bara allt að gerast hjá ykkur. Það er allt fínt hérna. Sebastían er að vísu lasinn svo ég er heima í dag. Er ekki búin að gera neitt annað en að éta... Já íslenska nammið er sko hættulegt!! Ég sakna ykkur nú svolítið, því er ekki að neita. Mér líst vel á að þú ætlir að taka því aðeins rólega í lok meðgöngunnar. Skólinn fer ekkert. Koss og knús til ykkar allra.
Ragnhildur og co.
Skrifa ummæli