Valentínusardagurinn, segið þið? Hann var víst í gær. Við hjónin erum ekkert sérlega dugleg við að elta svona daga, hvorki konu-, bónda-, né Valentínusardaga. Reyndar finnst mér persónlulega að maður eigi heldur að halda í heiðri konu- og bóndadaginn en Valentínusardaginn, svona til að vera þjóðlegur. Þá veit maður líka upp á hár hvern á að dekra, konuna á konudaginn og bóndann á bóndadaginn, ekki satt? Ég gaf Helga til að mynda frí frá mér og börnunum á bóndadaginn í ár. Svo hann gat gert það sem hann lysti. Góð, ekki satt? ;)
Við brutum þó út af vananum á Valentínusardaginn þetta árið og komum í kring kaupum á bíl. Við fáum hann afhentan á fimmtudaginn í næstu viku. Þeir taka svolítinn tíma í þetta Danirnir, en það er í góðu lagi, okkur liggur ekkert á. Enda á barnið ekki að fæðast fyrr en í maímánuði og fjölgunin er jú ástæðan fyrir þessum bílakaupum okkar, það verður að vera pláss fyrir alla fjölskyldumeðlimi í bílnum, svo hægt sé að transportéra landshorna og jafnvel landa á milli.
Í dag var fyrsti dagur Elís Bergs í leikskólanum eftir laaaaaaaaaaaaaaaaaangt frí, en annar dagur Bríetar Huldar. Það eru allir að hressast, þó prinsessan fari mjög úr slími þessa dagana og það leki svotil endalaust úr nebbanum hennar. Henni þykir þetta merkilegt og heldur yfirlit yfir lit horsins í hvert sinn er hún snýtir sér. Bókhaldið er þó ekki opinbert, en mér skilst að ríkjandi litur sé grænn í stíl við Týsgallana hérna um árið.
En þar sem börnin eru í leikskólanum og karlinn enn í vinnunni, sé ég mér ekki fært annað en að rífa upp á mér ermarnar og drífa í þrifum hér heima, áður en farið verður í að forfæra málverkum, rífa niður skápa, setja aðra upp og kaupa ísskáp. Já, kerlan er komin heim!
God weekend allesammen!
föstudagur, febrúar 15, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Velkomin heim elsku frænka ogggggggggggggg
TIL HAMINGJU MEÐ NÝJA BÍLINN, gert vart beðið eftir að verða boðið á rúntinn ;)
Oh ertu til í að koma heim til mín og þrífa þegar þú ert búin hjá þér?! hihi
En gott að horið var ekki eins og Þórsgallarnir í den!! Áfram Týr!
Knús að norðan og góða helgi ;o)
Tinnsla
Æ já og til lukku með bílinn..þetta hefur þá gengið í gegn.. cool ;o)
kv.Tinnsla
Hlakka ofboðslega til að fá að knúsast í krökkunum á eftir, og veist að þau eru velkomin að gista, þá getið þið hjónakornin notið þess að vera aðeins tvö ein líka ;)
Annars sjáumst á eftir ;) knúsí knús
Skrifa ummæli