miðvikudagur, febrúar 20, 2008
Skýrsluskrif og nammiát
Ég er að reyna að bögglast við starfsnámsskýrsluskrif, það gengur vægast sagt hægt! Hef úr miklu að moða, en kem því ekki niður á blað. Trúlega er enn of langt þangað til skilafresturinn rennur út, sem er í lok mars, að mér skilst. Þetta næst þó trúlega allt í góðum tíma. Hitt er annað mál að það er drulluerfitt að halda sig frá íslenska namminu sem býr uppi í skáp þessa dagana og dregur til sín ómælda athygli mína! Ég er búin að hakka í mig súkkulaðirúsínur í dag, svo maganum er um og ó. Ég er eiginlega við það að kasta upp, svona er að kunna sér ekki hófs! Isspiss... ojojoj...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Sæl skvís!
Vá hvað þú ert búin að vera dugleg að blogga. Það er gaman að fylgjast með. Til hamingju með nýja kaggann - station kaggi geri ég ráð fyrir, hehe!! með miðjubelti ;)
Vertu svo dugleg að borða íslenskt sælgæti, lítil börn í bumbum kalla og heimta íslenskt sælgæti í slurkum - stórum!
Við á Íslandi erum farin að taka gleði okkar aftur þar sem að nú er klukkan að orðin 18.30 og nokkuð bjart úti ennþá. Mikið er það notalegt - og meira segja vor í lofti.
Við biðjum að heilsa bóndanum og börnunum.
Kveðja af Tjarnarbrautinni.
Milla.
Skrifa ummæli