mánudagur, apríl 21, 2008

Ryksuga?

Ég hef stundum velt fyrir mér sögninni "ryksuga" þ.e.a.s. að ryksuga. Mér finnst alltaf eins og þetta sé einhver orðleysa. Nafnorðið ryksuga, fyrir samnefnt heimilistæki, er gott og gilt, enta er það suga sem sýgur ryk. Er því ekki réttara að tala um það að ryksjúga með ryksugunni? Það meikar meiri sens, eins og maður segir á "góðri" íslensku.

Hvað ætli Fjölnismenn hefðu sagt við þessu? Þeir hefðu pottþétt getað svarað þessari spurningu minni.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.