fimmtudagur, apríl 17, 2008

Allt í keyi

Það er greinilegt að það styttist í komu bumbubúans. Ósjaldan vakna ég um miðja nótt og á erfitt með að festa svefn aftur, annað hvort vegna of mikils brjóstsviða eða vegna mikils hamagangs í farþeganum. Þá er gott að koma sér á fætur og hella í sig eins og einu til tveimur mjólkurglösum, með eða án morgunkorns, fer alveg eftir hungurtilfinningunni, og blogga smá.
Ég hef reyndar ekkert að segja, annað en að hér er allt orðið hreint og fínt eftir að Helgi beytti töfrum sínum við heimilisstörfin og skúraði út. Ég reyndi að hjálpa eitthvað til við það sem ekki krefst of mikils ats, eins og afþurrkun og slíkt, en karlinn sá um rest. Eins gott að ég verði ekki vön þessu ljúfa dekurlífi og neiti að taka þátt í frekari heimilisstörfum eftir fæðingu barnsins!
Annars kom allt vel út hjá ljósunni í gær. Börnin voru nokkurn veginn til sóma og unnu sér inn fyrir ís í bæjarferðinni sem var farin eftir skoðunina. Þau fengu að heyra hjartsláttinn, sjá mældan blóðþrýsting og bumbu. Þrýstingurinn hefur eitthvað lagast og próteinið virðist vera lítið sem ekkert í þvaginu. Svo af mér er engar áhyggjur að hafa. Þreytan gerir stundum vart við sig og við henni er ekki hægt að bregðast öðruvísi en að leggja sig endrum og eins.
Well, well... Bið að heilsa í bili. Ég ætla að ná nokkrum mínútum í landi drauma áður en börnin vakna.

Engin ummæli: