sunnudagur, apríl 20, 2008

Yndislegt veður!

Eitthvað hefur brandarinn sem ég setti inn fyrir helgi klikkað. Hann leit vel út þegar ég var nýbúin að setja hann inn, en það er greinilegt að myndirnar sem honum fylgdu hafa dottið út. Áhugasamir mega hafa samband og ég sendi þeim brandarann um hæl ;)

Annars er fátt að frétta. Mér líður vel og hef það notó, þar sem stjanað er við mig svotil allan sólarhringinn, nú þarf ég bara að finna leið til að fá Helga til að pissa fyrir mig á næturnar ;) Fæturnir eru að verða eins og fæturnir á hennar hátign Elísabetu Bretlandsdrottningu. Frekar bólgnir, en það styttist óðum í annan endan á meðgöngunni og ég hef ekki yfir neinu að kvarta. Það eina sem á eftir að gera fyrir komu barnsins er að sauma himnasæng yfir rimlarúmið. Ég er búin að kaupa efni í hana og á því bara eftir að klístra henni saman. Reyndar á ég líka eftir að skrifa ritgerðina og pakka ofan í tösku. Hér þarf maður víst að hafa allt með sér á spítalann, allt frá bleium og dömubindum til sængur og fatnaðar á barnið. Annars er herbergið svotil reddí og ég, svei mér þá, líka.

Síðan á föstudaignn eru Siggi Finnur og Magga Ásta búin að vera hjá okkur. Þau eru svo obboð notaleg að það þarf ekkert að hafa fyrir þeim. Þau skveruðu sér einmitt með Helga út í garð í dag, þar sem þau tóku til hendinni ásamt húsbóndanum, enda veðrið alveg svaka gott. Svo nú er búið að raka megnið af laufunum úr beðunum, tína upp allar trjágreinarnar og setja snyrtilega í hrúgu, sem og slá grasið og sópa veröndina. Huggulegt, ekki satt? Reyndar kitlar það mikið í puttana að fara að geta komist í þetta sjálf. Það verður voða munur. Þá ætti hún Henny hérna á móti líka að verða rosa glöð, enda hefur hún miklar áhyggjur af því hvernig garðurinn okkar lítur út! Hehehe...

Well, well, ég er að spá í að halla mér í smá stund á meðan fólkið er í bíltúr.
Þar til næst...

Engin ummæli: