fimmtudagur, maí 15, 2008

Öpdeit 15. maí

Hola allesammen!
Héðan er ekkert að frétta. Litlir sem engir verkir en bjúgurinn farinn að pirra húsfrúna sem spásérar um stræti Óðinsvéa á fjólubláum Bangsímoninnsikóm sökum bjúgs, frekar flott. Þar sem herrann þurfti að fara með frúnni í vagnaleiðangur í gær ákvað hann að blæða á hana tveimur pörum af einskonar sandölum á samtals 50 kr. heimasætan fékk að velja litina og fyrir valinu urðu annars vegar bleikir og hins vegar ljósgrænir sandalar, kemur trúlega fæstum á óvart! Drengurinn á heimilinu hefur minni áhyggjur af þessu veseni.

Þar sem krílið er ekkert farið að láta á sér kræla er ég komin með tíma í gangsetningu á morgun, á afmælisdeginum hans Bergs bróður, Gústa á Heggstöðum og Ágústu hans Sigga. Flottur dagur, enda frábært fólk sem á afmæli þennan dag. Hefði þó verið til í að vera búin að þessu fyrir lööööööööööööngu síðan!

Best að fara að drífa sig í að slaka á yfir lestri góðra greina um sagnorðanotkun barna í þátíð og reyna að vinna eitthvað í verkefninu, þó kannski verði lítið um skrif.

Þar til næst...

14 ummæli:

Helena Sif sagði...

Hæhæ gangi ykkur rosalega vel í gangsetningunni, það væri nú allveg dæmigert að þú iltir i gang í kveld.... er það ekki oft þannig.

Annars bara rosa rembings kveðjur frá Horsens

Nafnlaus sagði...

Hæ elskurna

Gangi ykkur rosalega vel með þetta allt. Bíðum rosalega spenntir eftir fréttir!
Knús til ykkur allra!

Kveðja
Lene og fjölskylda

Nafnlaus sagði...

Gangi ykkur vel ;)

Vonandi gerist þetta bara í kvöld eða nótt.

Þessi naut eru svona ;) Vilja láta bíða eftir sér

kv. Inga Birna og co.

Heiðagella sagði...

Sendi þér hríðir í huganum..... (af því það er svoooo gott)
reyndu nú að prumpa þessu út í nótt esskan....:o)

Kossar og knúz frá Demantaveginum

Nafnlaus sagði...

Þetta er að bresta á!!! Gangi þér rosa rosa vel á morgun..geri eins og Heiða..sendi þér hríðar í huganum! ;)
knús Tinna

Ágústa sagði...

Úr því að þú ert komin með svona marga hríðarstrauma þá er best að ég sendi þér slatta af slökun- svona inná milli (enda svo miklu notalegra fyrir mig að senda).
Bestu kveðjur, hlakka til að fá afmælisfréttir á morgun. Siggi biður að heilsa úr myrkrinu :) (hann var að enda við að láta brenna í sér augun!= gera við)

Nafnlaus sagði...

jæja þá er það lokaspretturinn :-Þ gangi ykkur öllum vel, hvernig eða hvenær sem það byrjar.
Við héðan frá Esbjerg sendum velgengi í hríðum(þegar þær byrja) og góða slökun þess á milli.
Þessi litla "frænka" er bara hin rólegasta og verður það vonadni áfram :-Þ

Knús og kossar
Esbjerg-gengið

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með nýfæddan dreng:) Alveg eins og Begginn tippaði á, strákur þann 16.maí.:)! er hægt að óska sér betri afmælisgjöf?? nei held ekki..:)

TIL HAMINGJU...!!

Heiðagella sagði...

til hamingju með litla prinsinn kæra fjölskylda. Hlakka til að koma og kíkja á afraksturinn:o)
Kossar
Heiðagella og ungarnir ;o)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með peyjann. Hlökkum til að sjá hann.
knús á línuna
Pomosavej gengið

Nafnlaus sagði...

Kæra fjölskylda

Innilega til hamingju með prinsinn, hlakka til að sjá myndir af honum ;) hafið það gott og vonandi gekk allt vel hjá þér Addý mín.

Kv. Erla Huld

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með prinsinn, kv af klakanum Áslaug og Rúnar

Nafnlaus sagði...

Elsku fjölskylda
Til hamingju með nýja prinsinn!
Kveðja - Milla, Svavar, Kristján og Steinþór.

Ágústa sagði...

Til lykke með litla manninn :) Nafnið liggur í augum uppi = Bergur Ágúst ;)
Bestu kveðjur, hlakkar til að sjá myndir af herranum.
Ágústa og Siggi