mánudagur, mars 20, 2006

Glaðningur að heiman

Þá er enn einni sældarvikunni lokið. Við fengum góða gesti í síðustu viku, eins og vikuna þar á undan. Siggi Finnur og Magga Ásta komu til okkar á mánudaginn og dvöldu fram á fimmtudag. Hann Bingó okkar kom svo til okkar á laugardaginn en þorði nú ekki að staldra lengur við en í rúman sólarhring í fyrstu atrennu, hann bar reyndar fyrir sig námskeiðissókn í Kaupmannahöfn, einmitt!
Það er alveg svakalega ljúft að fá til sín vini að heiman. Alveg afskaplega notalegt. Það er heldur ekkert verra (en þó nokkur óþarfi) að gestirnir koma alveg drekkhlaðnir góðgæti eins og Íslendingar einir skapa það! Séríslenskt Cheerios og Cocoa Puffs í bland við hangikjöt og flatkökur eru oftar en ekki í farteskinu, ásamt harðfiski (munaði sem maður leyfir sér annars aldrei þegar maður sjálfur er búsettur á klakanum!), fullt af sælgæti (sem verður nú ekki til þess að maður grennist, enda ekki tilgangurinn með förinni hingað út), skyri og Mysingi fyrir dótturina. Bingó braut þetta þó upp og færði okkur nýja diskinn með Baggalút og íslenskt brennivín! Þetta er að sjálfsögðu mikil björg í bú, þar sem við erum jú fátækir námsmenn í útlöndum, ja, ég í það minnsta. Það fyndna við þetta er (ekki misskilja mig, ég er mjöööööög þakklát fyrir allar þessar góðu gjafir!) að það dettur engum í hug að banka upp á hjá manni á meðan maður býr heima og færa manni svona eins og einn Bónuspoka fullan af mat! Nei, þá þarf maður að sjá um sig sjálfur og hana nú! Reyndar uppsker maður nú einstaka sinnum matarboð og afmælisveislur, með kökum og öðru góðgæti hjá þessu sama fólki og sendir manni glaðninginn út. Svo trúlega eru sendingarnar svona einskonar sárabætur fyrir það að maður kemst ekki í boðin heima og er þar af leiðandi útundan ef fólk sendir manni ekki eitthvað ætt sem nemur því sem maður annars hefði innbyrgt í matarboðinu eða veislunni. Sniðugt!
Ég segi því bara: TAKK FYRIR MIG! Ég ætla að demba mér í Nóa-kroppið og Appólólakkrísinn. Ummm...

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ummmmmm Nóa Kropp ;o) hihi

Hilsen Tinna

Nafnlaus sagði...

...skrítið - maður er samt ekkert að borða Nóa-kropp nema kannski einu sinni í mánuði hérna heima eða eitthvað álíka...þú ert greinilega bara að nota þessa fjarveru þína sem afsökun fyrir sukki :) Hef ekki bragðað Appololakkrís í marga mánuði Hehe got you!

Nafnlaus sagði...

velbekomme;)

Addý Guðjóns sagði...

Hehehe... ad sjálfsøgdu notar madur tækifærid og sukkar eins og madur møgulega getur. Reyndar bordum vid líka mikid meira grænmeti og ávexti hérna en heima, svo tetta hlýtur ad koma út á eitt! ;)

Ragna sagði...

OOhh - Addý - ég skil ykkur svooo vel. Við fáum líka reglulega Cherios sendingar hingað til Skotlands. Kavíar er líka nauðsynlegt að eiga enda fær Eydís sér nánast alltaf brauð með kavíar þegar hún kemur heim úr skólanum.
Íslenskur lakkrís og súkkulaði er líka best í heimi og tekur því ekki að smakka neitt annað.
kv Ragna og co.

Nafnlaus sagði...

er þá eitthvað sem ykkur langar í sem þið hafið ekki fengið en þá. Þá er ekkert mál að redda því þegar að því kemur :D
Aroni er farið að hlakka svo til að koma til dk í stóruflugvélinni. hann er farinn að segja:"þegar ég fer í flugvélina...." ekkert smá sætt að heyra hann tala um óorðna hluti :)
Ég var að pæla hvort það væri hægt að plata eða reyndar að biðja ykkur um að koma með okkur yfir til þýskalands þegar við komum í vatnsleikjasund garð. Hann er 2km frá landamærunum í einhverjum bæ sem ég er ekki búin að finna hvað heitir en þá :D

Kossar og knúsar til allra

Nafnlaus sagði...

fínt að skola nóakroppinu niður með einu glasi af íslensku brennivíni eða svo:)

Addý Guðjóns sagði...

Ég veit nú ekki hvort tad verdi heilt glas, ætlu staup dugi ekki! ;)

Nafnlaus sagði...

hlakka til að kíkja í nammiskápinn þinn, verð að koma fljótlega....
kossar Heiðagella

Addý Guðjóns sagði...

Þú ert of sein, Heiða mín. Hann er tómur! Ég át þetta allt saman og fór létt með það!