föstudagur, júlí 28, 2006

Er tískan helsti óvinur mannkynsins?

Já, ég held það bara, svei mér þá. Ég kíkti í nýjasta tölublað Kig Ind sem er svona low class slúðurblað hérna í DK. Kostar ekki nema 14 krónur svo maður leyfir sér eitt og eitt, bara svona til að fylgjast með gangi mála hjá mr. og mrs. Smith og félögum. Í nýjasta blaðinu eru gamlar og nýjar myndir af hinum ýmsu stjörnum dagsins í dag. Flestar þeirra eru nú bara töluvert huggulegri í dag, þónokkuð árum eldri, en þá. Munið þið til dæmis eftir Robbie Williams þegar hann var með Take that? Maður þarf ekki að segja meira. Tískan er í það minnsta ekki besti vinur okkar mannanna, þó svo að margir haldi öðru fram. En þar sem hún fer í hringi má maður búast við því að gallabuxur sem eru þröngar að neðan, með svona kúkabuxnasniði og ná upp undir handakrika, verða það heitast innan fárra ára, ásamt netahlýrabolum.
Ummmm... ég get varla beðið!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

uuu beib já fáum okkur þannig og svo ekki gleyma krumpusundbolunum hahahaha knús
Keikó....

Heiðagella sagði...

skíttáði buxur, svitaband og spandexgalli og jafnvel apaskinnsgalli er það sem koma skal..
Best að undirbúa sig andlega..
kyskys

Nafnlaus sagði...

Tíska er fyrirbæri sem mér er illa við, sökum holdafars ;) hehehe.... þess vegna er ég sett í tweety búninga. Það er þá bara mín tíska og jafnframt sú alflottasta ;)