Þar sem ég er komin í gírinn og nenni ómögulega að fara að þrífa ákvað ég bara að halda aðeins áfram.
Á bloggsíðu vinkonu vinkonu minnar (svolítið langsótt sko...) hefur síðustu daga verið í gangi umræða um ansi viðkvæmt og brýnt málefni, umgengnisrétt foreldra við börn sín. Mér persónulega finnst það æði mikilvægt fyrir barn að fá að umgangast og kynnast báðum sínum foreldrum og fjölskyldum þeirra. Svo virðist þó sem ekki séu allir á sama máli í þessum efnum. Að sjálfsögðu finnst fólk sem ekkert hefur með umgengni við börn sín að gera, en þá erum við með dómstóla og stofnanir sem eiga að skera úr um það (með misjöfnum árangri þó, en látum það liggja milli hluta). Því finnst mér það mjög sorglegt þegar foreldrar, í flestum tilvikum mæður, taka upp á sitt einsdæmi að skera á allt samband við hitt foreldrið, sem þá í flestum tilvikum eru feður, og þeirra fjölskyldur sökum ágreinings sín á milli, þ.e.a.s. foreldranna. Þetta er í flestum tilvikum gert til að "hefna sín á" því foreldri sem enga umgengni nýtur við barnið en hefur þveröfug áhrif því það sem gerist er að barnið fer á mis við sinn rétt, þ.e.a.s. að umgangast það foreldri sem það ekki býr hjá. Ég hef aldrei verið sérstaklega hlynnt svokölluðum pabbahelgum (þá mömmuhelgum þegar það á við) á þann háttinn að ég tel þetta fyrirkomulag ekki henta öllum þeim börnum sem ekki búa hjá báðum foreldrum (sem að sjálfsögðu eru alltof mörg). Að mínu mati ætti heldur að fara eftir hentugleika hvers og eins barns í stað þess fara eftir stöðluðu formi. Þó svo að barninu henti ekki að koma og gista aðra hverja helgi er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að gera eitthvað með því, heill dagur eða seinnipartur ætti að duga. Svo lengi sem barnið fær að hitta báða foreldra sína.
Þó svo að það foreldri sem barnið elst upp hjá reyni að leyna barnið uppruna sínum kemst það fyrr en varir að sannleikanum. Fólk talar og við erum jú ekki nema 300.000 (þrátt fyrir að Kristján Jóhannsson hafi sagt upp ríkisborgararétti sínum ;) ) og hér er Gróa á Leiti víða og fólk spjallar saman svo sannleikurinn er sagna bestur í það minnsta í þessum málum.
Við sjáum í fréttum þegar feður flytja af landi brott með börn sín (reyndar er oft um erlenda ríkisborgara að ræða, en...) en mæður flytja líka af landi brott með börn sín og gefa feðrunum ekki tækifæri til að hafa samband á einn eða annan hátt. Ég þekki dæmi um að faðir hafi reynt að hafa uppi á símanúmeri barnsmóður sinnar á erlendri grundu, þar sem hún nú býr ásamt barni sínu, í gegnum móðurömmu barnsins. Upplýsingarnar sem hann fékk voru þær að hvorki símanúmerið né heimilisfangið væri falt, því ef hún léti þessar upplýsingar uppi ætti amman sjálf á hættu að missa allt samband við barnabarn sitt! Er þetta ekki orðið frekar gróft þegar fólk er farið að hóta hvert öðru og láta reiði sína bitna á börnunum, því sem í lífinu okkur þykir vænst um? Ég skil stundum ekki þennan blessaða heim sem ég er fædd í...
Svarið við spurningunni er að mínu mati það að það séu ekki forréttindi að kynnast báðum foreldrum sínum, heldur sjálfsögð mannréttindi.
þriðjudagur, júlí 25, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
Heyr heyr. Gæti ekki verið meira sammála þér Addý mín....
Hmm þetta er gott umhugsunarefni ef að er í lagi með báða foreldranna a þetta ekki að gerast... láta sina biturð bitna á saklausum börnum....
kv
Keikó...
já elsku börnin, finnst mjög leiðinlegt þegar svona er;)
Já þetta er mjög leiðinlegt allt saman sem er í gangi hjá henni vinkonu minni, en ég stið hana 100 prósent. kv. kristrun
Já ég stið hana líka, algjörlega, þau bæði hjónin.
Þetta er rosalega góður pistill hjá þér.
Ég er svo sammála þér, konur (barnsmæður) leyfa sér oft að ganga mörgum skrefum lengra en þær hafa réttindi til....verst af öllu er að þær hugsa ekki um velferð og réttindi barnsins.
Veit um konu sem meinar börnum sínum aðgang að fjölskyldu látins föður þeirra. Ömurlegt mál.....reyndar hefur hún meinað öllum börnum sínum aðgang að feðrum sínum og fjölskyldum þeirra. Þegar mæður láta svona á að dæma börnin af þeim.
Kveðja Inda
Mjög góður pistill hjá þér (rakst á hann af barnalandi).
Þegar ég eignaði dóttur mína kynnist ég ekki góðum hliðum á fólki sem ég er búin að þekkja í mörg ár. Faðir stelpunnar minnar hélt framhjá mér rétt áður en ég komst að því að ég væri ólétt. Ég var alla tíð á því að láta hana ganga með föðurnafn sitt, en frá mörgum fékk ég þau komment að ég ætti ekki að gera honum það.. þá því hann særði mig... einnig þegar hún á afmæli sendi ég honum boðskort í afmælið og einnig mail um hvernig hún hefur það (hann býr erlendis) og fæ ég þau komment að ég eigi ekki að hafa samband við hann af fyrrabragði og þess háttar. Svona fólk skil ég ekki. Það kemur að því að dóttir mín fer að spurja.. ekki ætla ég þá að ljúga og særa hana með að segja að ÉG spornaði því að hún hafði samband við föður sinn.
kbeðja ein af barnaland kjellingunum ;)
Vá elsku frænku spott, pistillinn þinn er komin víða, enda mjög góður hjá þér. ;)
Skrifa ummæli