fimmtudagur, júlí 27, 2006

Álagningarseðill og umræðan á barnalandi

Jæja, þá get ég kvatt hugmyndina um nýtt sófasett og borðstofuhúsgögn í nýja húsið mitt. Álagningarseðillinn var opnaður í dag og við fengum, tja... ekki það sama og við bjuggumst við að fá. Í stað mínustölu fengum við feita plústölu, sem þýðir að við þurfum að reiða fram budduna og borga fyrir syndir síðasta árs, sem aðallega felast í því að við sendum ekki næg gögn inn til skattmanns. Sökum fastheldni okkar í þessi ákveðnu gögn var okkur synjað um svokallaða skattlega heimilisfesti. Reyndar skilst mér að það sé svona nánast óskrifuð regla að nýir baunar frá Íslandi lendi í þessum vandræðum við gerð skattaskýrslunnar. Við lærum vonandi á þessu. Málið verður kært og við fáum óskandi endurgreitt því sem nemur nýjum húsgögnum. Þangað til verðum við bara að notast við nýju, flottu garðhúsgögnin okkar, enda gott veður hér í DK og verður vonandi svolítið frameftir vetri. Veðurspámaðurinn fór nú eitthvað að tuða um rigningu og þrumuveður áðan sem væri fínt að fá í nokkra daga, þó ekki væri nema bara til að einbeita sér að húsverkum og handavinnu.

Ég kíkti inn á hinn annars ágæta vef barnaland.is í dag. Ég ákvað að skoða aðeins þennan umræðuvef sem þar er haldið uppi, ég hafði aldrei tékkað á honum áður. Heimsóknin staðfesti allar þær sögur sem hljómað hafa í mínum eyrum um umræðurnar sem þarna spinnast upp. Ég spyr nú bara eins og fávís kona: er fólk virkilega að rífast inni á svona vef, sem opinn er almenningi, án þess að þekkjast eða jafnvel vita nokkuð hvert um annað? Það er fyrir neðan allar hellur þegar fólk er farið að kalla hvert annað ónefnum og rengja hvert annað án þess kannski að vita nokkuð til málanna. Ég segi það ekki að það finnast líka fullkomlega eðlilegar umræður þarna, þar sem mæður eða feður spyrja aðra ráða varðandi uppeldi og umönnun barna, en þegar ég lenti ítrekað inn á umræðusíðum sem aðallega fólust í því að gera lítið úr öðrum var mér nóg boðið. Öllum er frjálst að hafa skoðanir, en ég tel svo vera að það sé vel hægt að viðhalda almennri kurteisi þegar skiptst er á skoðunum. Fólk er ekki fífl og hálfvitar fyrir það eitt að hugsa sjálfstætt.

Þetta verða lokaorðin í kvöld. Góða nótt.

4 ummæli:

Heiðagella sagði...

you rock mama.....
sjáumst á laugardaginn i feitu rokki..........
Heiðagella

Nafnlaus sagði...

hæ hó, takk fyrir innlitið á síðuna mína...ég fylgist alltaf reglulega með þér, skemmtileg skrif hjá þér (annað en letin í mér alltaf:-) það er bara of gott veður til að vera inni:-)
bið að heilsa frá spánarlandi...
íris eva

Nafnlaus sagði...

jó beib.. veistu Addý mmí (guð hvað eg vona að ég mógði ekki barnalandskonur) en þessu vefur er mesti sluður vefur hérna á klakanum of margir með ekkert að gera nema að rakka niður aðra og rífast hehe (reyndar hefur kellan lúmskt gaman af þessu) sérstaklega þegar að þetta kemur inn á B2.is því að ein er að grínast og það er bara gaman að fylgjast með því þegar að hún skrfar eitthvað bull inn á og aðrar kellur gjörsamlega missa vitið hahahaha
knús
Keikó

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir kommann... ég er því miður uppiskroppa með fótanuddtækin sem ég er vanur að verðlauna góða "kommentara" með þannig að ég linka bara á síðuna þína í staðinn...enda skemmtilegar pælingar í gangi hérna greinilega.
Sjáumst í góðu glensi á Demantsvej á morgun!