sunnudagur, júlí 30, 2006

Hjólatúr í þrumuveðri

Hafið þið prófað að hjóla í þrumuveðri með tilheyrandi úrhelli og tvö lítil börn aftan á hjólunum?
Við hjónin reyndum þetta seinnipartinn í dag. Sem betur fer rignir lóðrétt hér í landi bjórs og bauna, en ekki lárétt eins og heima, auk þess sem rigningin verður ekki eins nístingsköld eins og á klakanum (sem hefur jú nafnið einhversstaðar frá, ekki satt?!). Hjólatúrinn var þetta líka hressandi. Þó það hafi verið ansi vot fjölskylda sem mætti í hina frábæru fiskisúpu a ´la Ragnhildur á Demantsvej (takk kærlega fyrir okkur, elskurnar!) þá var hún hress. Við rifum okkur bara úr fötunum og skelltum þeim í þurrkarann hjá henni Heiðu. Á meðan þau veltust um í hitanum stripluðumst við bara á nærunum og spjölluðum við heimilisfólkið. Frekar heimilislegt allt saman.
Ég mæli eindregið með votum hjólatúr, hann hressir, bætir og kætir, það er óhætt að segja!

2 ummæli:

Heiðagella sagði...

Blautt er betra (er mér allavega sagt).. Takk fyrir frábært gærkveld og daginn í dag.....
Þið eruð frábær ........
kv. frá SlöttíLane

Nafnlaus sagði...

hehe snillingur kellan að redda sér...
kv
keikó...