laugardagur, júlí 08, 2006

Sex börn

Ég tek ofan fyrir tengdamóður minni, hún er sannkölluð hetja. Ég reyndi að feta í fótspor hennar á fimmtudaginn og föstudaginn þegar ég tók að mér fjögur auka börn (Helgi hjálpaði reyndar smá ;) ). Foreldrarnir voru allir í kóngsins Köben að hlusta á Robbie karlinn Williams. Yngsta barnið er eins árs síðan í janúar og það elsta sjö síðan í apríl, hin fjögur fylltu bilið. Þó ótrúlegt megi virðast tókst okkur hjónum bara ágætlega upp. Börnin komust ósködduð frá okkur, ja, allvega þau tvö sem flogin eru úr hreiðrinu okkar, hin tvö verða hér til morguns. Við vonum þó að þau verði jafn heilbrigð þegar þau kveðja og þegar þau heilsuðu. Engir meiriháttar árekstrar urðu, þó slegist væri um einn og einn bíl eða dúkku, ekkert sem ekki mátti leysa með smá spjalli. Þökk sé sól og sumri að gemlingarnir fengu að dvelja langa stund úti við. Vatni var skellt í semisundlaugina og liðið fékk að busla smá, enda annað varla hægt í þeim ólífa hita sem hefur veirð að undanförnu. Vatn og busl er það eina sem blívur, allt annað er ómanneskjulegt. Þó tekist hafi vel, verð ég að játa að vinnan var mikil. Síðasti magi varla orðinn mettur þegar garnagaulir þess næsta farnar að gaula, verið að skeina einum rassi þegar bleia þess næsta var full og þar fram eftir götum. Verkefnið var því bæði skemmtilegt og krefjandi, eins og verkefni eiga að vera. Ég verð því að viðurkenna að sex börn á sex árum, eins og var hjá henni Settu, og eitt eldra er frekar mikið og ég dáist að þeirri kjarnakonu að hafa staðið í þessu öllu saman. Hún er sannkölluð hetja.

6 ummæli:

Heiðagella sagði...

Já óhætt að segja að fleiri 6 barna mæður séu hetjur,(þótt lánsbörn séu), Addy mín þú ert kjarnakona og ég dáist að þér....
1000 þakkir, kossar og knús og allt það fyrir pössunina á ungunum mínum, þið eruð einfaldlega frábær....
Heiðagella

Nafnlaus sagði...

Dísús....

Nafnlaus sagði...

Já Addý...þú ert kjarnakona og ekki hver sem er sem tæki að sér 4 aukabörn!!hihi

knús Tinna

Nafnlaus sagði...

Já frænka góð ég er að spá í að fara bara láta hlaða í mig aftur og viðhalda því og eignast fullt hús af börnum, ;);) reyna að stækka vísitölufjölskylduna.
Annars er ég alltaf að bíða eftir fréttum frá ykkur sko, bara svona láta þig vita, þið þurfið nú að fara að halda áfram, eða það finnst mér allavega.


Ég kannski læt mínar 3 yndislegustu prinsessur í öllum heiminum duga mér, það er allaveg nóg að gera hjá mér alltaf ;)

Nafnlaus sagði...

Jahérna ég ætla bara að byrja með eitt í einu en sex verða þau nú ekki... tek að ofan fyrir þér hetjan mín og sendu smá sól hérna maður litur út eins og albínó hvalur.... hmm ekki gott...
knús frá Hronnslunni

Nafnlaus sagði...

Segi nú bara eins og Gillí, dísús! Mér fannst alveg nóg að vera með tvö börn og þrjá kalla í mat...gaf öllum að borða en þurfti ekki að skeina nema tvo ;o)

Mikið öfunda ég ykkur af veðrinu, það er reyndar ágætt í augnablikinu hér en ég sit líka í augnablikinu inni á skrifstofu og nýt þess ekkert *dæs* Hlakka til að komast heim í kotið!!
Bið að heilsa öllum og til hamingju með húsið!!

Lísa skvís